föstudagur, 8. ágúst 2008

2,1%

Ekki er það glæsileg tala fyrir félaga mína í Framsóknarflokknum í Reykjavík sem fram kemur í nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og alls ekki í samræmi við það góða starf sem Óskar Bergsson hefur verið að vinna í borgarstjórn.

Vandinn endurspeglar annars vegar erfiðleika Framsóknarflokksins í landsmálapólitíkinni, en þar er flokkurinn ekki að ná að draga til sín fylgi í skoðanakönnunum þrátt fyrir fallandi fylgi ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, og hins vegar kristallar þessi staða þann ósýnileika sem felst í því að vera minnsti aðilinn í þriggja flokka stjórnarandstöðu.

Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins væri þannig ekki bara að bjarga Sjálfstæðisflokknum (og borginni og landinu!) með því að endurnýja fyrra samstarf heldur einnig að byggja undir bjargvon eigin flokks í borginni fyrir hvorutveggja næstu sveitastjórnar- og alþingiskosningar.

Í endurnýjuðu samstarfi þarf borgarfulltrúi Framsóknarflokksins ekki að biðja um mikið, nema kannski að Sjálfstæðisflokkurinn viðurkenni að fyrsti meirihlutinn þetta kjörtímabilið hafi verið til fyrirmyndar og biðjist velvirðingar á því að hafa klúðrað honum!

Og tæpast myndu framsóknarmenn í Reykjavík gera athugasemdir við Hönnu Birnu í stól borgarstjóra. Ekki nema upp komi ósamstaða innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna - og þá má leysa málið með því að ráða borgarstjóra utan frá.

Kannski ónefndur ritstjóri Markaðar Fréttablaðsins væri til í að taka starfið að sér?

2 ummæli:

  1. Alvarleg viðvörun til Framsóknarflokksins!

    www.hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/609923/

    SvaraEyða
  2. "Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins væri þannig ekki bara að bjarga Sjálfstæðisflokknum (og borginni og landinu!) með því að endurnýja fyrra samstarf heldur einnig að byggja undir bjargvon eigin flokks í borginni fyrir hvorutveggja næstu sveitastjórnar- og alþingiskosningar."

    Einmitt. Bjarga eigin skinni. Þá list kann Framsóknarflokkurinn flokka best - að öðrum ekki ólöstuðum.

    Rómverji

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.