miðvikudagur, 20. ágúst 2008

ESB: Reynsla Finna 1995

Gagnasafn Morgunblaðsins á netinu er til fyrirmyndar. Stór hluti af því er með opin aðgang þ.a. hægt er að grafa upp ýmislegt athyglisvert sem ritað hefur verið í áranna rás.

Hér er t.d. gömul grein eftir Þorstein M. Jónsson, þá hagfræðingur Samtaka iðnaðarins - nú stjórnarformaður Vífilfells, frá því 16. maí 1995 um reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu. Finnar hlutu aðild í ársbyrjun 1995 og fjórum mánuðum síðar var Dr. Kari Jalas, þáverandi fastafulltrúi Finna hjá Evrópusamtökum atvinnu- og iðnrekenda í Brussel mættur á Iðnþing á Íslandi til að segja frá þeirra reynslu.

Eins og sjá má í grein Þorsteins taldi Dr. Jalas upp fjóra meginþætti sem hefði reynst Finnum jákvæðir í tengslum við aðild: auknar erlendar fjárfestingar sem skiluðu sér í meiri efnahagsbata; veruleg lækkun matvælaverðs sem reyndist mikil kjarabót og skilaði sér í auknum kaupmætti; aðildin leiddi jafnframt til gerbreyttrar stöðu Finnlands varðandi áhrif á stefnu og ákvarðanir í ESB í málaflokkum sem skiptu Finnland miklu máli; og að síðustu taldi hann það mikilvægasta kost aðildarinnar, bæði í bráð og lengd, áhrif hennar til markvissari hagstjórnar.

Athyglisvert er að Þorsteinn hefur eftir Dr. Jalas að Finnska þjóðin hafi verið "...klofin í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, en nú sér þess ekki merki. Þeir sem harðast deildu hafa slíðrað sverðin og efasemdaraddir hafa þagnað."

Athyglisvert.

Ég er að hugsa um að grúska meira í gagnasafninu!

1 ummæli:

  1. það nákvæmlega sama mun gerast hér um leið og Ísland mun ganga í ESB. Það er gaman að lesa þetta um fjárfestingarnar... af hverju eru ekki erlendir fjárfestingasjóðir stórir hluthafa í þessu vel reknu íslensku fjármálafyrirtækjum? Ætli að það hafi ekki eitthvað að gera með áhættuna af því að ísl. er fyrir utan ESB

    kv.

    Helgi

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.