Næstkomandi mánudag hefst rafræn atkvæðagreiðsla okkar félagsmanna BHM um nýgerðan kjarasamning félagsins við ríkið.
Formaður félagsins hefur þegar lýst þennan samning "skásta kostinn" þar sem hann feli í sér kjaraskerðingu, en lítið annað sé hægt í stöðunni.
En hve mikil er kjaraskerðingin?
Nýi samningurinn er framlenging á kjarasamningi sem var undirritaður í febrúar 2005. Með þessari framlengingu verður þetta þannig um fjögurra ára tímabil með heildar launahækkun upp á u.þ.b. 17%. Fyrir framlengingu telst hækkunin u.þ.b. 11%.
Fram til síðasta mánaðar hefur vísitala neysluverðs hækkað á sama tímabili um 28%.
Ef marka má verðbólguspá Seðlabankans mun vísitala neysluverðs líklega standa í u.þ.b. 330 stigum undir lok mars á næsta ári, sem þýðir að heildarhækkun vísitölunnar á sama tímabili og framlengdur samningur nær til verður u.þ.b. 37%.
37 – 17 = 20
Kjaraskerðing samnings BHM er þannig heil 20% yfir fjögurra ára samningstímabil, frá febrúar 2005 til og með mars 2009.
Með samþykkt samningsins munu félagsmenn BHM í reynd samþykkja þá 17% kjaraskerðingu sem þegar er orðin og 3% kjaraskerðingu til viðbótar á næstu 9 mánuðum.
Allir sáttir?
Það er enginn sáttur við kaupmáttarrýrnun, en það eitt að fella samninginn þýðir aðeins frekari kaupmáttarrýrnun ef menn eru ekki tilbúnir að fylgja því eftir með aðgerðum. Það er ljóst að BHM félögin mættu vanbúin til þessara viðræðna. Á samdráttartímum eru menn í tómu tjóni nema þeir sé tilbúnir að fylgja kröfum sínum eftir með verkfalli. – sú var ekki raunin nú.
SvaraEyðaNú er það eitt í stöðunni að samþykkja samninginn og hirða það sem í honum fellst.
Við höfum síðan tíma fram í mars til að efla baráttuandann svo félögin hafi eitthvað beittara en ræðuhöld yfir samninganefnd ríkisins til að fylgja kröfum sínum eftir.
Páll Halldórsson
Prósentur má ekki leggja saman og draga frá á þann hátt sem þú gerðir hér að ofan. Hafi vísitala neysluverðs hækkað um 37% og laun um 17% reiknast kjaraskerðingin sem
SvaraEyða1 - 1.17/1.37 = 0.146 = 14,6%.
Það sem ég lít til þegar ég álveð mig um hvort ég muni samþykkja þennan samning er sú staðreynd að frá því að ég byrjaði að vinna í febrúar hefur gildi launa minna fallið um 25% og hækkunin sem ég fengi í gegnum þessa samninga munu aðeins skila mér aftur um fimtungi af þeirri kjaraskerðingu. Laun mín eru nú orðin lægri en laun doktorsnema í Danmörku. Það er nauðsynlegt að láta stéttarfélagið manns vita að maður sættir sig ekki við hvað sem er. Ég mun því kjósa nei!