sunnudagur, 13. júlí 2008

Forsætisráðherra ekki málefnalegur?

Það er athyglisvert að lesa grein Þórlindar Kjartanssonar, formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna, í Fréttablaðinu í dag. Sérstaklega hnaut ég um þessa setningu undir lokin: "Umræða um að aðild að ESB og upptaka evru á þeim grunni sé eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag er hins vegar ekki málefnaleg. "

Svo?

Eftirfarandi sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðsflokksins í ræðu sinni á ársfundi viðskiptaráðs þann 13 febrúar sl:

"...hér eru aðeins tveir kostir í boði: Að halda íslensku krónunni eða taka upp evru sem jafnframt þýðir inngöngu í Evrópusambandið. Það er einfaldlega ekki kostur að taka einhliða upp evru. Slíkt er ekki trúverðugt og því fylgir margs konar óhagræði og aukakostnaður."

Það er fjör á þessum bænum, formaður SUS segir formann flokksins ekki málefnalegan, og formaður flokksins hefur fyrirfram lýst formann SUS ótrúverðugan!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.