laugardagur, 19. júlí 2008

Saving Iceland(air)

Jæja, þá eru þeir mættir aftur blessaðir atvinnumótmælendurnir í Saving Iceland. Íslensk náttúra tók víst heldur óblíðlega á móti þeim fyrsta daginn, en þeir virtust ekki skilja þau skilaboð!

Í lýðræðisþjóðfélögum er okkur frjálst að mótmæla - þó ekki vilji ég gúddera skrílslæti og skemmdarverk í nafni mótmæla, enda verður slíkt yfirleitt til að skaða málstaðinn.

Sjálfum þætti mér t.d. full ástæða til að mótmæla ýmsu, t.d. háu vaxtastigi, mikilli verðbólgu og verulegum kjaraskerðingum - það er nokkuð sem snertir a.m.k. sjálfan mig meira en virkjanir og stóriðja (sem ég styð í prinsippinu - innan skynsamlegra marka).

Mótmæli geta líka verið á stundum eilítið sjálfhverf útrás gagnvart því sem er að pirra mann á hverjum tíma. Í gær hefði ég t.d. næstum því alveg verið stemmdur til þess að hlekkja mig við skrifstofur Icelandair í mótmælaskyni við sætaþrengslin í vélinni til New York, og þá sérstaklega að mótmæla gula hrísgrjónavellingnum og brauðrasps-kjúklingabringunni sem virðist orðið það eina sem Icelandair bíður í matinn á sínum flugleiðum. Jukk!!!

En, ætli það sé ekki líklegra að ég reyni bara að muna eftir að taka með mér samloku næst...

1 ummæli:

  1. Hvernig er það? Var ekki búið að þynna sætin svo þú þyrftir ekki að vera með lappirnar klemmdar við stólinn fyrir framan?
    Ef ekki gætir þú kannski reynt að hlekkja þig við flugvél í flugtaki eins og einhverjir reyndu fyrir skömmu en tókst ekki.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.