fimmtudagur, 31. júlí 2008

Guðni og Doha

Eftirfarandi er haft er eftir Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, í Morgunblaðinu í morgun:

„Ég harma hins vegar ekki þessa niðurstöðu [að viðræðurnar runnu út í sandinn],“

Það er kannski ástæða til að minna formanninn á kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins frá því fyrir síðustu Alþingiskosningar, en þar segir:

„Að unnið verði að farsælli niðurstöðu Doha-viðskiptalotunnar innan Heimsviðskiptastofnunarinnar.“

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins og núverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbanda, Sigurður Eyþórsson, er á öndverðum meiði við Guðna í grein í Fréttablaðinu í morgun, en þar segir m.a.:

„Það er ekkert sérstakt fagnaðarefni fyrir íslenskan landbúnað að ekki hafi tekist samkomulag nú, því óvissa um rekstrarskilyrði er ekki hagstæð fyrir greinina fremur en aðrar atvinnugreinar.“

Guðni formaður er kannski eitthvað óvenju hvumpinn þessa daganna, en það er ekki afsökun fyrir því að tala í mótsögn við stefnu eigin flokks, og að því er virðist við hið klassíska bakland að auki.

1 ummæli:

  1. Það er engin mótsögn í þessu. Farsæl niðurstaða Doha-viðræðnanna skv. framsóknarmönnum er einfaldlega að þær renni út í sandinn. Afar einfalt.
    Hins vegar er það hárrétt að Guðni er fullhvumpinn þessa dagana, sbr. ótrúlega styggð hans talandi um landbúnaðarmál í þætti Sverris Stormsker á Útvarpi Sögu. Hann var löngu búinn að ákveða að labba út áður en beljuspurningin kom.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.