Tillaga til þingsályktunar
um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn um aðild að Evrópusambandinu.
Flm.: Friðrik Jónsson
.....
Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa og framkvæma þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Þjóðaratkvæðagreiðsla þessi fari fram við fyrsta hentugleika og eigi síðar en fyrsta desember 2008.
Greinargerð.
Í núverandi umhverfi íslenskra og alþjóðlegra efnahagsmála er býnt að fá úr því skorið hvert stefnir til framtíðar varðandi frekari samþættingu íslensks efnahagslífs við næsta umhverfi. Annars vegar varðar það almennt viðskiptaumhverfi, s.s. fríverslunartengsl, tollamál o.þ.h. og hins vegar fyrirkomulag gjaldmiðilsmála.
Valið stendur á milli tveggja meginkosta: annars vegar að Ísland taki enn frekari þátt í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða og sæki um aðild að Evrópusambandinu, og hins vegar að halda áfram á núverandi braut. Hvor kosturinn sem valinn er felur í sér að vinna þarf að aðlögun viðskiptaumhverfis og gjaldmiðilsumhverfis með það að markmiði að ná auknum stöðugleika og tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar í bráð og lengd. Ljóst er að hins vegar að vegvísar í átt að þeim markmiðum eru misjafnir eftir hvort valið er að standa utan ESB eða sækja þar um aðild.
Afstaða íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu er óháð flokkspólitískum tengslum. Þrátt fyrir að kveðið sé á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að umsókn um aðild að ESB sé ekki á dagskrá, er verulegur ágreiningsmunur á milli stjórnarflokkanna um málið. Það ásamt þrýstingi frá ýmsum ráðandi öflum innan atvinnlífs og launþegahreyfinga gerir það brýnna en ella að fá úr því skorið sem fyrst hvort meirihluti er fyrir því meðal þjóðarinnar að sótt sé um aðild. Ef sá meirihluti er ekki fyrir hendi, er þar með leyst úr því pólitíska álitaefni hvort lengra skuli haldið.
Ef meirihluti reynist um það meðal þjóðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu er eðlilegt að ríkisstjórninni verði falið það verkefni strax í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Áskilið er að niðurstaða slíkra viðræðna yrðu einnig bornar undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef umsókn um aðild að Evrópusambandinu er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu mun liggja fyrir að Evrópusambandsaðild verður ekki valkostur fyrir Ísland um fyrirsjáanlega framtíð.
Mælt er með, ef tillaga þessi verður samþykkt, að veitt verði sérstöku fjármagni til meginsamtaka Evrópumálanna, Evrópusamtakanna og Heimssýnar, til þess að kosta umfjöllun og rökræður um kosti og galla slíkrar aðildarumsóknar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
Valið stendur á milli tveggja meginkosta: annars vegar að Ísland taki enn frekari þátt í efnahagssamvinnu Evrópuþjóða og sæki um aðild að Evrópusambandinu, og hins vegar að halda áfram á núverandi braut. Hvor kosturinn sem valinn er felur í sér að vinna þarf að aðlögun viðskiptaumhverfis og gjaldmiðilsumhverfis með það að markmiði að ná auknum stöðugleika og tryggja samkeppnishæfni þjóðarinnar í bráð og lengd. Ljóst er að hins vegar að vegvísar í átt að þeim markmiðum eru misjafnir eftir hvort valið er að standa utan ESB eða sækja þar um aðild.
Afstaða íslendinga til aðildar að Evrópusambandinu er óháð flokkspólitískum tengslum. Þrátt fyrir að kveðið sé á um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að umsókn um aðild að ESB sé ekki á dagskrá, er verulegur ágreiningsmunur á milli stjórnarflokkanna um málið. Það ásamt þrýstingi frá ýmsum ráðandi öflum innan atvinnlífs og launþegahreyfinga gerir það brýnna en ella að fá úr því skorið sem fyrst hvort meirihluti er fyrir því meðal þjóðarinnar að sótt sé um aðild. Ef sá meirihluti er ekki fyrir hendi, er þar með leyst úr því pólitíska álitaefni hvort lengra skuli haldið.
Ef meirihluti reynist um það meðal þjóðarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu er eðlilegt að ríkisstjórninni verði falið það verkefni strax í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Áskilið er að niðurstaða slíkra viðræðna yrðu einnig bornar undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef umsókn um aðild að Evrópusambandinu er felld í þjóðaratkvæðagreiðslu mun liggja fyrir að Evrópusambandsaðild verður ekki valkostur fyrir Ísland um fyrirsjáanlega framtíð.
Mælt er með, ef tillaga þessi verður samþykkt, að veitt verði sérstöku fjármagni til meginsamtaka Evrópumálanna, Evrópusamtakanna og Heimssýnar, til þess að kosta umfjöllun og rökræður um kosti og galla slíkrar aðildarumsóknar í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar.
-----------------------
En ég er ekki á þingi, þ.a. ætli hún muni ekki þurfa að bíða eitthvað. Nema einhver vilji taka hana upp á sína arma?
ef ég væri á þingi ..
SvaraEyðaþá myndi ég flytja breytingartillögu: Að ríkisstjórnin sæki þegar um aðild að Evrópusambandinu.
Það mætti nota sömu greinargerð...
Ég hef aldrei skilið afhverju framsókn vill fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna nema þá kanski til að geta tafið málið. Greiðum atkvæði um niðurstöður viðræðnanna, enda höfum við þá forsendur, sem þarf að taka afstöðu til. Að ganga til viðræðna þarf ekki atkvæðagreiðslu um, við borgum þessum 63 ásamt aðstoðarmönnum alveg nógu hátt kaup til að þeir klárað það mál.
SvaraEyðaTil allrar hamingju ertu ekki á þingi.
SvaraEyðaVonandi verður enginn framsóknarmaður þar eftir næstu kosningar.Við þurfum ekkert Evrópusamband heldur alvöru skíthreinsun á alþingi og í opnberum stofnunum