mánudagur, 6. apríl 2009

Nagladekk

Fór í morgun og lét taka nagladekkin undan bílnum. Nú er maður kominn á sumardekk og það er óneitanlega allt annað líf. Færri desbel í veghávaða, aksturinn allur mýkri og svo er þetta miklu betra bæði fyrir umhverfið og vegina.

Miðað við veðurspánna framundan er enginn ástæða a.m.k. hér á suðvesturhorninu að draga skiptin þó fresturinn sé formlega til 15. apríl.

Um að gera að koma sér í sumarskapið og drífa í dekkjaskiptum.

2 ummæli:

  1. Góður.. Ég ákvað að skapa atvinnu fyrir sumatstarfsmenn Reykjavíkurborgar og keyri á nöglum allavega fram yfir páska ;)

    SvaraEyða
  2. sjálfur hef ég verið á sumardekkjum í allan vetur án nokkurra vandkvæða, keyri bara varlega :)

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.