miðvikudagur, 22. apríl 2009

Undirmáls-Ísland

Það er vert að hafa í huga þegar rætt er um stöðu fasteignaveðlána á Íslandi að meginþorri fasteignaveðlána sem veitt hafa verið á undanförnum árum eru að verða , eða eru þegar orðin, undirmálslán.

Í pistli um síðustu helgi benti ég hvernig lán sem fyrir tæpum tveimur árum var 80% af markaðsvirði eignar, væru í reynd búið að kosta húseiganda eina milljón á mánuði. Til að halda áfram með það dæmi er skuldsetning þeirrar eignar í dag, vegna þróunar á fasteignamarkaði og verðbólgu, breytt úr fyrrnefndum 80% af markaðsverði í það að vera 138% af markaðsverði.

Það gerði ráð fyrir að húsið hefði fallið í verði úr 35 milljónum í 25.

Seðlabankinn gerir í dag ráð fyrir að fasteignaverð geti fallið um allt að helming. Í ofangreindu dæmi, mun það þýða að skuldsetning eignarinnar verður farin að nálgast 200%, ef ekki meira, innan skamms tíma.

Gera má ráð fyrir að þetta geti átt við þorra þeirra fasteignaveðlána sem veitt hafa verið á undanförnum 5 árum.

Að ógleymdri stöðu gengistryggðu lánanna.

Ef nýju bönkunum verður ætlað að starfa með undirmálslán af þessari stærðargráðu á sínum efnahagsreikningum má gera ráð fyrir að annað bankahrun sé óumflýjanlegt.

4 ummæli:

 1. Þú gleymir reyndar að nefna að húsnæðislækkunin kemur að fullum þunga inní vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Þannig mun það hafa áhrif á raunvexti og þaðan af höfuðstól verðtryggðra lána. 50% nafnverðslækkun á húsnæði mun hafa í för með sér neikvæða verðbólgu um nokkurt skeið.

  Í stað þess að veita 20% skuldaaflausn eins og þið í jaðarflokknum leggið til væri skynsamara að leyfa fólki að velja um hvort það vilji fá húsnæði í 100% vigt í verðtryggingu húsnæðislána sinna. Það mætti síðan taka þau lán frá ÍLS og bönkunum utan sviga og setja í SPV, eins og undirmálslánin í USA voru böndluð í, og selt áhættuþyrstum fjárfestum - eða þetta komi til lækkunar á (óraunhæfum og uppblásnum eftir eftir bóluárin) lífeyrisréttindum.

  SvaraEyða
 2. Gleymum því aldrei, aldrei hverir það voru sem komu okkur í þennan hrylling! Við höfum bara verið að fást við afleiðingar !

  SvaraEyða
 3. Ég gleymi engu. Til þess að vísitöluhækkun gangi til baka þarf að verða viðvarandi verðhjöðnun hér til lengri tíma. Ekki aðeins að fasteignaverð lækki, heldur aðrir þættir líka og einnig þyrfti að koma til veruleg gengisstyrking. Þetta þyrfti að skila sér í neysluvöruvísitölu í svo stórum prósentum að það mun aldrei gerast. Til þess er verðhjöðnun of skaðleg. Enda erfitt að sjá fyrir sér þó ekki væri nema mínus 5% verðbólgu yfir heilt ár.

  20% leiðin er ein aðferð. Úr þessu er ég ekki viss um að hún muni duga til. Það þyrfti eiginlega að bjóða upp á þann valkost að skila huseignum til lánastofnanna með þeim fasteignaveðlánum (undirmálslánum) sem á þeim hvíla. Kannski yrði það sanngjarnasta leiðin til afskrifta lána.
  Svo mætti bjóða upp á annað að tvennu, að núverandi íbúi fái að leigja íbúðina/húsið á eðlilegum markaðskjörum m.v. ástandið, eða að fram fari nýtt verðmat og húsið keypt að nýju á núverandi áætluðu markaðsvirði (sem er eiginlega hálf vonlaust að ætla að geta sér til um).
  Megin punktuinn er hins vegar þessi: núverandi staða, þar sem þorri húseigna er veðsettur langt umfram markaðsvirði getur ekki gengið upp. Upp á heilbrigði efnahagsreiknings nýju bankanna verður að afskrifa þessi lán verulega, annars væri einfaldlega best að þau færu aftur til gömlu bankanna.

  SvaraEyða
 4. Förum nú að viðurkenna þennan heiLdarpakka sem hrun og ekkert annað, sjóður sem ég átti, langi skuldabréfasjóður spron fæst hvergi endurskoðaður vegna þess að starfsfólkið virðist hafa farið inn í sjóðinn í neyðarlögunum þegar hann átti að vera frosinn með hag beggja í huga. ÞRÁTT FYRIR MARG ÍTREKAÐAÐAR BEINIR GEFA ÞAU EKKI GEFIÐ UPP NAFNIÐ Á ENDURSKOÐENDUNUM---- EIN HELVÍTIS SVIKAMYLLA ALLT SAMAN OG Á MEÐAN ÆTTI EKKI AÐ GILDA MARKAÐSLÖGMÁL Á GENGISTRYGGÐUM LÁNUM ÞEGAR KRÓNAN HRYNUR AÐ ENDALAUS ÞRÁTT FYRIR LOFAÐA STYRKINGU.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.