Það er kominn tími til að horfa á björtu hliðarnar á styrkja-"gate" íslenskra stjórnmála.
Í fyrsta lagi hlýtur það að vera fagnaðarefni að ofur-styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins frá FL-Group og Landsbanka Íslands voru alger undantekning (og settir í samhengi við geðveikina sem var í gangi hjá þeim fyrirtækjum þá námu styrkirnir hvor um sig ekki nema andvirði tveggja Range Rover Vogue Supercharged sem taldist víst ekki mjög merkilegt á þeim bæjunum!).
Í öðru lagi eru viðbrögð allra flokkanna (jafnvel þó manni finnist á stundum sumir vera meira leiðir yfir því að upp um þá komst en yfir að hafa orðið uppvísir að dómgreindarleysi í styrkþægð) hreint ágæt. Fréttin sem setti allt í gang, um ofurstyrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins, birtist síðastliðið þriðjudagskvöld. Fimm dögum síðar, á páskasunnudag, eru allir flokkarnir búnir að opna bókhald sitt yfir stærstu styrki árið 2006. Ber því ekki að fagna?
Í þriðja lagi hljótum við að fagna, og taka a.m.k. að mestu trúanlega, það sem virðist vera þvottekta hneykslan 99.9% sjálfstæðismanna yfir því að tekið var á móti þessum ofurstyrkjum.
Í fjórða lagi er hreint ágætt að núna vilja allir Lilju kveðið hafa hvað varðar setningu laga um fjármál stjórnmálaflokka undir lok árs 2006. Athyglisvert að miðað við heildarstyrkjatölur áranna á undan, sem þó hafa birst, virðast óvenju háir styrkir, eða ofur styrkir, ekki hafa komið til fyrr en lögleiðing takmarkanna lá í loftinu.
Í fimmta lagi er hverjir styrkja hvað óneitanlega athyglisvert. Þegar hefur verið bent á styrki fyrirtækis tengt nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins til Framsóknarflokksins, en athyglisverðara er jafnvel að hin svokallaða S-hóps viðskiptablokk styrkir Samfylkinguna mest allra flokka árið 2006! Sérstaklega er athyglisvert að hinn meinti framsóknarmaður Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, og sem ég veit að er ekki skráður félagsmaður í Framsóknarflokknum, skuli styrkja Samfylkinguna um 3 milljónir í gegnum eignarhaldsfélag sitt Ker ehf. Ker styrkir ekki Framsóknarflokkinn þetta ár, en Samskip veita styrk upp á 1,5 milljón. Samtals eru styrkir S-hóps tengdra fyrirtækja til Samfylkingarinnar 12 milljónir á meðan að styrkir S-hóps tengdra fyrirtækja til Framsóknarflokksins 6,5 milljónir. S-hópurinn var þá réttnefni eftir allt saman!
Í sjötta lagi vekur athygli að engin fyrirtæki tengd Finni Ingólfssyni er þarna að finna á styrktarlista Framsóknarflokksins. Hvorki t.d. VÍS eða Frumherji.
Í áttunda lagi er athyglisvert að innan allra flokka virðist vera ágætis aftenging á milli þeirra sem sjá um fjáröflun fyrir flokkana og þeirra sem leiða hið pólitíska starf, a.m.k. almennt - ef frá eru taldir ofur-styrkir.
Í níunda lagi er það von mín og vissa að atburðir síðustu daga hafi verið ágætis "detox" meðferð fyrir alla flokkanna. Þeir eru núna allir búnir að "laxera" þokkalega vel og hafa án efa lært sína lexíu. Og gleymum ekki að lögin um fjármál stjórnmálaflokka eru nú búin að vera í gildi í rúm tvö ár og var greinlega ekki vanþörf á þeim.
Í tíunda lagi vona ég að á þeim 12 dögum sem eru til kosninga geti allir flokkar snúið sér aftur að því að ræða það sem máli skiptir – framtíðina. Hvernig við endurreisum nýtt og betra Ísland. Um það vil ég fyrst og fremst heyra frá flokkunum og fulltrúum þeirra á lokaspretti kosningabaráttunnar.
Þessu:
SvaraEyða"Í sjötta lagi vekur athygli að engin fyrirtæki tengd Finni Ingólfssyni er þarna að finna á styrktarlista Framsóknarflokksins. Hvorki t.d. VÍS eða Frumherji."
á ég því miður erfitt með að trúa !! -Sorrý
Vona samt að það sé rétt!!
Kveðja,
-þ
"Í fyrsta lagi hlýtur það að vera fagnaðarefni að ofur-styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins frá FL-Group og Landsbanka Íslands voru alger undantekning.."
SvaraEyðaHvernig getur þú fullyrt að þetta hafi verið alger undantekning? Það er bara búið að opna þetta eina ár - hvað með öll hin árin á undan til dæmis frá einkavæðingu bankanna? Eða þess vegna allt frá stofnun Sjálfstæðisflokksins? Af hverju upplýsa menn ekki um fleiri ár víst þeir byrjuðu á þessu? Annað vekur bara tortryggni í mínum huga.
Og að sjálfsögðu á þetta við um aðra flokka líka - Framsóknarflokkinn meðtalin.
Kveðja,
Brynjar
"Í sjötta lagi vekur athygli að engin fyrirtæki tengd Finni Ingólfssyni er þarna að finna á styrktarlista Framsóknarflokksins. Hvorki t.d. VÍS eða Frumherji. "
SvaraEyðaSegðu annan betri!
Eignarhaldsfélögin Andvaka og Samvinnutrygginga voru bæði í hinum upprunalega S-hóp sem setur inn tilboð í bankana árið 2002,
http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/verkefni/Einkavaeding/nr/252
og voru bæði hluthafar í VÍS sem ræður Finn Ingólfsson sem forstjóra í september 2002,
http://www.landsbanki.is/markadir/frettirfrakaupholl/?NewsID=18609&p=563.
Hér má svo sjá hverjir voru í stjórn Andvaka og Samvinnutr. árið 2004, t.d. Þórólfur Gíslason, límið í S-hópnum ásamt Finni og Ólafi Ólafssyni.
http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspage?language=IS&pagetype=symbolnewslist&primarylanguagecode=IS&newsnumber=29648
But even though the Progressive Party will open its books, they are hardly full of damning information. Many serious donors in the past decade have been surprised to find that when they have tried to transfer their donations to the party, the owners of the receiving accounts have not been the party at all but little known background people in the party.
SvaraEyðahttp://www.economicdisasterarea.com/?p=1556
Gæti þetta verið ástæðan? Að styrki frá þessum aðilum sé hvergi að finna í bókhaldi Framsóknar.
Rétt til viðbótar:
SvaraEyðaNý stjórn VÍS kemur til starfa 21. september 2002, stjórnarformaður verður Þórólfur Gíslason,
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=688921
Fyrsta verk nýrrar stjórnar er að ráða Finn Ingólfsson forstjóra VÍS, þremur dögum síðar.
Engin tengsl við Finn. Segðu annan betri!
Einnig er athugavert að beinir styrkir til einstakra stjórnmálamanna komast hvergi Á BLAÐ.
SvaraEyðaListarnir sem flokkarnir birta eru ekki alveg samanburðarhæfir. Samfylkingin birtir allt yfir hálfri milljón, Framsókn alla styrki upp á milljón og yfir. Sjálfstæðisflokkur birtir alla styrki yfir milljón, lægsta talan er 2 milljónir.
SvaraEyðaStyrkir upp á 1 milljón eru um þriðjungur listans hjá framsókn og samfylk.
Það er nefnilega áhugavert að skoða listana og velta fyrir sér mismunum....Kaupþing styrkti Samfylkingu um 5 milljónir en Framsókn og Sjálfspillinguna um 4 milljónir. Hvað varð af "Æ sér gjöf til gjalda?"
Hér á landi vantar svona kerfi eins og á http://www.opensecrets.org/
Þar sem hægt er að rekja hver styður hvern....
Að einhverjir, sem maður hefði búist við að styrktu ákveðinn flokk, annaðhvort gera það ekki eða eru með tiltölulega lágan styrk, getur nú líka hreinlega verið vísbending um að þeir hafi þegar fengið sínar fyrirgreiðslur og hafi ekki stóra þörf á fleirum í bili...?!
SvaraEyðaEitthvað var um að fólk var á launum hjá fyrirtækjum við kosningavinnu, kosningastjórar t.d. Kosningastjóri framsóknar var á launum hjá Samskip. Hvar er sá styrkur settur, eða var hans ekki getið ?
SvaraEyðaEru flokkarnir nú lausir allra mála og geta farið að einbeita sér að kosningabaráttunni? Það finnst mér ekki. Það kemur bara sífellt betur í ljós hversu miklar spillingarmaskínur þessir flokkar eru og óþverri inn að beini.
SvaraEyðaNú verður fólk að kjósa einhverja af nýju flokkunum. Þeir eru þó enn lausir við spillingarviðbjóðinn sem fylgir fjórflokkunum.
Keli
SvaraEyðaErt þú nú ekki að reyna að vera með hártoganir. Finnur á ekki í Samvinnutryggingum eða Andvöku þrátt fyrir að hann vinni eða eigi í fyrirtæki sem að þau eiga í. Hann hefur engin áhrif á þau fyrirtæki. Af því leiðir að Finnur eða fyrirtæki tengd honum eru ekki tengd styrkjum yfir 1 miljón til Framsóknarflokksins.
Illa lyktar þetta þing
SvaraEyðaþar eru of margir inni
Flokkarnir eru framlenging
af fjármálaspillingunni.
Tek undir með þér Friðrik þ.e. hvað varðar það að snúa sér að því sem viðkemur framtíðinni!
SvaraEyðaEinhenda sér í það að bjarga því sem bjargað verður varðandi heimilin og fyrirtækin í landinu. Hætta þessum endalausum hártogunum og fara að tala í lausnum. Þar hefur ágætur formaður Framsóknar farið fremstur í flokki. Nú er það samvinnan sem blívur.