Fyrir nokkrum árum ritaði ég lítin pistil fyrir þáverandi vefrit framsóknarmanna, timinn.is, um tímatakmörkun æðstu embættismanna. Í þeim pistli velti ég því fyrir mér af hverju einungis embætti umboðsmanns barna (að því er ég best veit) er bundið að lögum þeirri tímatakmörkun að ekki má endurskipa nema einu sinni, nema sérstaklega standi á. Fyrsta skipun er til fimm ára, þ.a. samtals getur umboðsmaður barna setið lengst í tíu ár.
Í pistlinum setti ég m.a. fram eftirfarandi:
Þetta fyrirkomulag varðandi ráðningu og skipan umboðsmann barna er, að því undirritaður best veit, einstakt í íslenskri stjórnsýslu. Umboðsmaður barna er því líklega eina embættið sem sætir slíkri tímatakmörkun. Í athugasemdum við frumvarp til laga um umboðsmann barna sem lagt var fram á 117. löggjafarþingi (veturinn 1993-94) er sagt eftirfarandi um þessa tímatakmörkun:
“Með því að tímabinda skipunartíma er verið að reyna að tryggja að sami einstaklingur gegni starfinu ekki í of langan tíma. Heppilegt er talið að sami einstaklingur gegni embættinu að jafnaði ekki lengur en 10 ár eða tvö skipunartímabil. Embætti umboðsmanns barna kemur til með að mótast af þeim embættismanni sem gegnir því hverju sinni. Þannig má búast við að áherslur í starfi verði mismunandi eftir því hver gegnir því á hverjum tíma og verður að telja það af hinu góða.”
Allt hljómar þetta gott og blessað og mjög skynsamlegt. Sem vekur upp hina augljósu spurningu, af hverju sæta önnur æðstu embætti stjórnsýslunnar ekki sömu takmörkunum? Af hverju gildir t.d. ekki sama tímatakmörkun á embætti ríkisskattstjóra, ríkislögreglustjóra, seðlabankastjóra, ríkislögmann, veiðimálastjóra, yfirdýralækni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, forstjóra Hafrannsóknarstofnunnar, hæstarréttardómara, biskup Íslands, ríkissáttasemjara, forstjóra Tryggingastofnunnar, embætti landlæknis, ferðamálastjóra, Byggðastofnun, Iðntæknistofnun, Orkustofnun, Fjármálaeftirlitið, Nýsköpunarsjóð, Landmælingar og Veðurstofu Íslands, svo nokkur dæmi séu tekin?
Á það ekki við um flest, ef ekki öll þessi æðstu embætti og stöður að þau “mótast af þeim embættismanni sem gegnir því hverju sinni”? Mætti ekki því að sama skapi og með sömu rökum segja að sambærileg tímatakmörkun og er á embætti umboðsmanns barna á önnur æðstu embætti og stöður yrði “af hinu góða”? Einkum í ljósi þess að hið sama hlýtur að eiga við um þessi embætti og stöður “að áherslur í starfi verði mismunandi eftir því hver gegnir því á hverjum tíma.”
--------------------------
M.a. í ljósi atburða undangenginna vikna má velta því fyrir sér hvort ekki myndi verða meiri sátt um skipanir í embætti af þessu tagi ef þau væru bundin sambærilegum tímatakmörkum að lögum og embætti umboðsmanns barna.
laugardagur, 26. janúar 2008
Dagblöðin: Twilight zone?
Hér fyrir langa löngu horfði ég á þættina Twilight zone. Voru þeir þeir dulúðlegir og gerðist þar ýmislegt á mörkum hins yfirnáttúrulega.
Að fletta dagblöðum dagsins í morgun var eins og að vera orðinn þátttakandi í einum slíkum þætti. Eftir á að hyggja byrjaði þátturinn í gær, en þá var ég ennþá grunlaus.
Þáttur þessi er um hvernig þrjú dagblöð, sem eiga að gefa þér til kynna að þú getir lesið þrjú mismunandi sjónarhorn á atburði líðandi stundar, eru í raun eitt og sama blaðið. Í gær birtist þetta í því að þau birtu öll sama leiðarann. Tveir svo að segja alveg eins (Morgunblaðið og 24 stundir) en sá þriðji með smá bragðbreitingum til að villa áhorfandanum sýn.
Veita okkur falska öryggiskennd!
Í dag dýpkar hins vegar plottið. Öll birta þau nokkurn veginn sama viðtalið við nýja borgarstjórann. Tilbrigðin á milli þeirra er hins vegar ekki nægileg til þess að við Twilight Zone aðdáendur látum gabbast.
Tökum dæmi:
Morgunblaðið:
“Nýi borgarstjórinn tekur innilega í höndina á blaðamanni og vísar honum inn á skrifstofu sína.”
24 stundir:
“Blaðamaður hitti Ólaf á skrifstofu hans daginn eftir og spurði eftir að hafa tekið í hönd borgarstjóra...”
Fréttablaðið:
“Hann tekur þéttingsfast í hönd blaðamanns en lítur svo um á skrifstofunni.”
Það var hérna sem stefið úr Tvilight zone þáttunum fór í gang í bakgrunninum!
Eru yfirnáttúleg öfl að verki? Eða ristir plottið dýpra! Er samsæri í gangi?
Ég bíð spenntur eftir framhaldinu...
...eða eru dagblöðin einfaldlega orðin svona samdauna? Ef þetta er það sem koma skal er varla þörf á þeim öllum þremur, eða hvað?
Að fletta dagblöðum dagsins í morgun var eins og að vera orðinn þátttakandi í einum slíkum þætti. Eftir á að hyggja byrjaði þátturinn í gær, en þá var ég ennþá grunlaus.
Þáttur þessi er um hvernig þrjú dagblöð, sem eiga að gefa þér til kynna að þú getir lesið þrjú mismunandi sjónarhorn á atburði líðandi stundar, eru í raun eitt og sama blaðið. Í gær birtist þetta í því að þau birtu öll sama leiðarann. Tveir svo að segja alveg eins (Morgunblaðið og 24 stundir) en sá þriðji með smá bragðbreitingum til að villa áhorfandanum sýn.
Veita okkur falska öryggiskennd!
Í dag dýpkar hins vegar plottið. Öll birta þau nokkurn veginn sama viðtalið við nýja borgarstjórann. Tilbrigðin á milli þeirra er hins vegar ekki nægileg til þess að við Twilight Zone aðdáendur látum gabbast.
Tökum dæmi:
Morgunblaðið:
“Nýi borgarstjórinn tekur innilega í höndina á blaðamanni og vísar honum inn á skrifstofu sína.”
24 stundir:
“Blaðamaður hitti Ólaf á skrifstofu hans daginn eftir og spurði eftir að hafa tekið í hönd borgarstjóra...”
Fréttablaðið:
“Hann tekur þéttingsfast í hönd blaðamanns en lítur svo um á skrifstofunni.”
Það var hérna sem stefið úr Tvilight zone þáttunum fór í gang í bakgrunninum!
Eru yfirnáttúleg öfl að verki? Eða ristir plottið dýpra! Er samsæri í gangi?
Ég bíð spenntur eftir framhaldinu...
...eða eru dagblöðin einfaldlega orðin svona samdauna? Ef þetta er það sem koma skal er varla þörf á þeim öllum þremur, eða hvað?
föstudagur, 25. janúar 2008
Pereat
Ég er gamall MR-ingur og sótti m.a. tíma í listasögu á sal lærða skólans þar sem sjálfstæðisforvígismenn Íslands “mótmæltu allir” um miðja nítjándu öld. Áður höfðu nemendur skólans hrópað niður rektor skólans, “Pereat, pereat”, í eiginlegri baráttu fyrir félagafrelsi.
Innblásnir voru þessir hlutar sögu lærða skólans, auk annarra, í brjóst allra MR-inga og geri ég ráð fyrir að svo sé enn.
“Vér mótmælum allir” og “Pereat” – gott ef MR-ingar telja sig ekki eiga einskonar sögulegan einkarétt á þessum upphrópunum.
Mér varð hugsað til þessa eftir að lesa leiðara MR-inganna sem ritstýra annars vegar Morgunblaðinu og hins vegar 24 stundum.
Í báðum tilfellum gagnrýna þeir mótmælin sem fram fóru í og við ráðhúsið í gær. Morgunblaðið talar um skrílslæti og vanvirðu við lýðræðislega stjórnarhætti. 24 stundir talar sömuleiðis um skrílslæti en toppar Morgunblaðið og segir að mótmælendur hafi framið lögbrot.
Gott og vel.
Það liggur þá fyrir að ráðsettum ritstjórum ráðstjórnarritanna var misboðið þegar fólk nýtti sér lýðræðislegan rétt sinn til mótmæla.
Þeim var misboðið því mótmæli eiga að fara að ákveðnum mörkum, og ekki lengra. Eða eins og segir í leiðara 24 stunda: “Þeir hefðu getað borið mótmælaspjöld eða bara bloggað eða skrifað blaðagrein þegar þeir komu heim.”
En hvað gerðist? Fundurinn tafðist um klukktíma, hróp voru gerð að mönnum og ýmsum var heitt í hamsi. Sumum fullheitt og viðurkenni ég að sjálfum fannst mér á köflum fulllangt gengið.
Og seint verður sagt að smekklaus hróp eins og “Þú ert engin hel... f....ing borgarstjóri!” nái sama skáldlega áhrifamættinum og “Pereat”. Slík ósmekklegheit dæma sig sjálf.
En...
Enginn var laminn. Engar skemmdir voru unnar. Mótmælendur fóru í friði eftir að fundur hafði tafist í u.þ.b. klukkutíma. Í engu var þetta sambærilegt við nýleg mótmæli erlendis, s.s. gegn niðurrifi ungdómshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, eða gegn fundi alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle um árið.
Þetta var ekki einu sinni sambærilegt við sum þau stóriðjumótmæli sem fram hafa farið hér heima með hlekkjum og skemmdum.
Þegar að um þúsund manns koma saman í mótmælaskyni, sama hvort þau eru sjálfsprottin eða til þeirra boðað, má alltaf búast við að eitthvað fari úr böndum. Atburðir gærdagsins voru þrátt fyrir allt tiltölulega hófstilltir, þó sumt hafi orkað þar tvímælis. Íslenskt lýðræði hlaut engan skaða af og ekki er þörf á viðvarandi lögregluvakt við ráðhúsið, hvað þá við heimili aðalpersónanna.
Mótmæli af þessu tagi eru hins vegar alltaf tvíbent og vissulega má setja spurningamerki við hlutverk áhrifamanna innan fráfarandi meirihluta í því að hvetja mótmælendur áfram, rétt eins og stórhneykslan þeirra sem voru að taka við var ekki alveg í samræmi við tilefnið.
Það breytir þó ekki því að við íslendingar getum prísað okkur þokkalega sæla ef þetta eru mestu mótmælin sem við eigum von á. Í engu jafn sögulega mikilvægt og “Vér mótmælum allir” eða eftirminnilegt og “Pereat.” Fyrir gamla MR-inga var þetta kannski frekar pínu kjánalegt í sögulegum samanburði, en íslenskt lýðræði lifir áfram óskaddað.
Innblásnir voru þessir hlutar sögu lærða skólans, auk annarra, í brjóst allra MR-inga og geri ég ráð fyrir að svo sé enn.
“Vér mótmælum allir” og “Pereat” – gott ef MR-ingar telja sig ekki eiga einskonar sögulegan einkarétt á þessum upphrópunum.
Mér varð hugsað til þessa eftir að lesa leiðara MR-inganna sem ritstýra annars vegar Morgunblaðinu og hins vegar 24 stundum.
Í báðum tilfellum gagnrýna þeir mótmælin sem fram fóru í og við ráðhúsið í gær. Morgunblaðið talar um skrílslæti og vanvirðu við lýðræðislega stjórnarhætti. 24 stundir talar sömuleiðis um skrílslæti en toppar Morgunblaðið og segir að mótmælendur hafi framið lögbrot.
Gott og vel.
Það liggur þá fyrir að ráðsettum ritstjórum ráðstjórnarritanna var misboðið þegar fólk nýtti sér lýðræðislegan rétt sinn til mótmæla.
Þeim var misboðið því mótmæli eiga að fara að ákveðnum mörkum, og ekki lengra. Eða eins og segir í leiðara 24 stunda: “Þeir hefðu getað borið mótmælaspjöld eða bara bloggað eða skrifað blaðagrein þegar þeir komu heim.”
En hvað gerðist? Fundurinn tafðist um klukktíma, hróp voru gerð að mönnum og ýmsum var heitt í hamsi. Sumum fullheitt og viðurkenni ég að sjálfum fannst mér á köflum fulllangt gengið.
Og seint verður sagt að smekklaus hróp eins og “Þú ert engin hel... f....ing borgarstjóri!” nái sama skáldlega áhrifamættinum og “Pereat”. Slík ósmekklegheit dæma sig sjálf.
En...
Enginn var laminn. Engar skemmdir voru unnar. Mótmælendur fóru í friði eftir að fundur hafði tafist í u.þ.b. klukkutíma. Í engu var þetta sambærilegt við nýleg mótmæli erlendis, s.s. gegn niðurrifi ungdómshússins á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, eða gegn fundi alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle um árið.
Þetta var ekki einu sinni sambærilegt við sum þau stóriðjumótmæli sem fram hafa farið hér heima með hlekkjum og skemmdum.
Þegar að um þúsund manns koma saman í mótmælaskyni, sama hvort þau eru sjálfsprottin eða til þeirra boðað, má alltaf búast við að eitthvað fari úr böndum. Atburðir gærdagsins voru þrátt fyrir allt tiltölulega hófstilltir, þó sumt hafi orkað þar tvímælis. Íslenskt lýðræði hlaut engan skaða af og ekki er þörf á viðvarandi lögregluvakt við ráðhúsið, hvað þá við heimili aðalpersónanna.
Mótmæli af þessu tagi eru hins vegar alltaf tvíbent og vissulega má setja spurningamerki við hlutverk áhrifamanna innan fráfarandi meirihluta í því að hvetja mótmælendur áfram, rétt eins og stórhneykslan þeirra sem voru að taka við var ekki alveg í samræmi við tilefnið.
Það breytir þó ekki því að við íslendingar getum prísað okkur þokkalega sæla ef þetta eru mestu mótmælin sem við eigum von á. Í engu jafn sögulega mikilvægt og “Vér mótmælum allir” eða eftirminnilegt og “Pereat.” Fyrir gamla MR-inga var þetta kannski frekar pínu kjánalegt í sögulegum samanburði, en íslenskt lýðræði lifir áfram óskaddað.
mánudagur, 21. janúar 2008
Kaupþing: enn er von...
Í Fréttablaðinu sl. sunnudag var boðið upp á nýjan pólitískan dúet í þætti sem kallaður er “Bitbein” þar sem persónur og leikendur eru annars vegar Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, og hins vegar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Þátturinn fór vel af stað. Ekki varð þó umfjöllunarefnið mikið bitbein þeirra í millum í þessari fyrstu tilraun. Árni Páll reið á vaðið og spurði: “Á að breyta reglum um heimildir fyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt?”
Í stuttu máli voru þau hjartanlega sammála. Bæði komust þau að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að hindra fyrirtæki í því að taka upp aðra starfrækslumynt en krónu ef þau þess óska. Bæði voru sammála um það að ef núverandi lög og reglur væru einhver hindrun í þeim efnum bæri að skýra eða breyta þeim á þann hátt að gera fyrirtækjunum auðveldar fyrir.
Málið var einnig stuttlega rætt í Silfrinu sl. sunnudag og þar tók Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, undir það að engin ástæða væri til þess að hindra fyrirtæki í því að nota þá starfrækslumynt sem þeim sýndist. Annað væri í andstöðu við viðskipta- og athafnafrelsi
Þótt Þórlindur sitji ekki á þingi má fastlega reikna með að hann eigi sér a.m.k. einhverja skoðanabræður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Vandalítið ætti þannig að vera að ná fram vænum þingmeirihluta til þess að breyta núverandi lögum um ársreikninga þannig að óþarfa sjálfskapaðar tæknilegar viðskiptahindranir standi ekki íslenskum fyrirtækjum fyrir þrifum í þeirra vexti og útrás.
Fyrir Kaupþing þýðir þetta að enn er von...
Þátturinn fór vel af stað. Ekki varð þó umfjöllunarefnið mikið bitbein þeirra í millum í þessari fyrstu tilraun. Árni Páll reið á vaðið og spurði: “Á að breyta reglum um heimildir fyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt?”
Í stuttu máli voru þau hjartanlega sammála. Bæði komust þau að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri til að hindra fyrirtæki í því að taka upp aðra starfrækslumynt en krónu ef þau þess óska. Bæði voru sammála um það að ef núverandi lög og reglur væru einhver hindrun í þeim efnum bæri að skýra eða breyta þeim á þann hátt að gera fyrirtækjunum auðveldar fyrir.
Málið var einnig stuttlega rætt í Silfrinu sl. sunnudag og þar tók Þórlindur Kjartansson, formaður SUS, undir það að engin ástæða væri til þess að hindra fyrirtæki í því að nota þá starfrækslumynt sem þeim sýndist. Annað væri í andstöðu við viðskipta- og athafnafrelsi
Þótt Þórlindur sitji ekki á þingi má fastlega reikna með að hann eigi sér a.m.k. einhverja skoðanabræður í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Vandalítið ætti þannig að vera að ná fram vænum þingmeirihluta til þess að breyta núverandi lögum um ársreikninga þannig að óþarfa sjálfskapaðar tæknilegar viðskiptahindranir standi ekki íslenskum fyrirtækjum fyrir þrifum í þeirra vexti og útrás.
Fyrir Kaupþing þýðir þetta að enn er von...
sunnudagur, 20. janúar 2008
Björn Ingi: Rofnar þögnin?
Skemmtileg tilviljun að fundaherferð forystu Framsóknarflokksins er að hefjast nú mánudagskvöldið 21. janúar í Norræna húsinu klukkan 20:00. Þar eru auglýstir frummælendur formaður, varaformaður og ritari flokksins, ásamt Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa flokksins.
Ég er að hugsa um að skella mér.
Ég er að hugsa um að skella mér.
Trúnaðarmál
Hið trúnaðarmálsmerkta bréf Guðjóns Ólafs til u.þ.b. 2000 félagsmanna framsóknarflokksins í Reykjavík er fádæma pólitískur kjánaskapur. Að merkja bréf „trúnaðarmál” og senda það svo í pósti til slíks fjölda er nokkurn veginn sambærilegt við að vélrita það feitletrað með upphrópunarmerkjum og merkja það kyrfilega „Fréttatilkynning”.
Athyglisverðast í bréfinu er auðvitað nálgunin á meinta misnotkun á fé framsóknar til fatakaupa, eða eins og Guðjón Ólafur kemst að orði: „að forystumenn okkar í borgarstjórn hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins".
Nú hefði án efa verið lítið mál fyrir Guðjón Ólaf að kanna það sjálfur með tveimur símtölum hvort eitthvað væri til í þessum orðrómi – í framkvæmdastjóra flokksins og Björn Inga sjálfan – og nota þá jafnframt tækifærið til þess að kveða þennan orðróm niður í bréfinu jafnóðum.
Það kaus hann hins vegar ekki að gera og útkoman er því sú að nú hafa þessar dylgjur fengið sjálfstætt líf.
Sjálfur hafði ég aldrei heyrt þennan orðróm, og enginn, endurtek, ENGINN sem ég er í sambandi við, hvorki innan eða utan flokksins og láta sig mál hans einhverju varða (og jafnvel ekki!!!) höfðu heyrt þennan orðróm. Ekki fyrr en Guðjón Ólafur fjöldasendi „trúnaðarmál” .
Fer þá með þennan orðróm eins og aðra að hann mun lifa með Framsóknarflokknum til frambúðar. Breytir þá engu þó að framkvæmdastjóri flokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, formaður flokksins, Guðni Ágústsson, og Björn Ingi sjálfur vísi þessum „orðrómi” á bug.
Björn Ingi lætur síðan hafa það eftir sér í kvöldfréttum sjónvarp að hann íhugi sína stöðu í kjölfar þessa og hvort hann hafi áhuga á að starfa áfram fyrir flokkinn. „Maður missir áhuga á að starfa við þessar aðstæður” er haft eftir Birni Inga, og lái honum hver sem vill.
Auðvitað eru menn, sérstaklega í þessum merkilega samhliða heimi, bloggheimi, farnir að lesa og leggja meira út úr þessum orðum Björns Inga en efni standa til. Jafnvel þegar farnir máta hann við aðra flokka, þegar eflaust bjó lítið meira að baki annað en sú augljósa staðreynd að þegar lengi gefur á, þá getur eitthvað látið undan.
Allt frá því að Björn Ingi „dirfðist” að fara í framboð til borgarstjórnar hefur hann legið undir ámæli og verið undir smásjá. (...og ekki er því að neita að frá því á fyrsta degi er hann birtist sem aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, voru einhverjir með horn í síðu hans!)
Innan flokksins þótti mörgum hann fullfrekur til fjörsins að sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Og ennþá frekari fyrir það að ná því markmiði sínu.
Og svo komst hann inn! Þvert á spár og þrátt fyrir meint kosningasvindl, sem aðallega virtist fara fram í villtum hugarheimi Ólafs Hannibalssonar eftir að hann hafði einhverntíma setið of lengi í heita pottinum í vesturbæjarlauginni!
Áfram hélt ósvífni Björns Inga, og næst gerðist það að hann, öllum að óvörum, myndaði meirihluta um borgarstjórn með sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir að það hlutverk hefði verið frátekið fyrir Ólaf Magnússon, fulltrúa Frjálslyndra.
Svo kom REI.
Meirihlutinn sprakk og fyrrverandi samstarfsmenn Björns Inga úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vönduðu honum ekki kveðjurnar. Enda dirfðist hann jú að verða sneggri til en þeir í að mynda nýjan meirihluta.
Og nú þetta.
Björn Ingi er kvæntur maður, með unga fjölskyldu. Segir mér svo hugur að vart hafi meira búið að baki svari Björns Inga en sá möguleiki að fara að gera eitthvað annað.
Allt annað!
Athyglisverðast í bréfinu er auðvitað nálgunin á meinta misnotkun á fé framsóknar til fatakaupa, eða eins og Guðjón Ólafur kemst að orði: „að forystumenn okkar í borgarstjórn hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda á kostnað flokksins".
Nú hefði án efa verið lítið mál fyrir Guðjón Ólaf að kanna það sjálfur með tveimur símtölum hvort eitthvað væri til í þessum orðrómi – í framkvæmdastjóra flokksins og Björn Inga sjálfan – og nota þá jafnframt tækifærið til þess að kveða þennan orðróm niður í bréfinu jafnóðum.
Það kaus hann hins vegar ekki að gera og útkoman er því sú að nú hafa þessar dylgjur fengið sjálfstætt líf.
Sjálfur hafði ég aldrei heyrt þennan orðróm, og enginn, endurtek, ENGINN sem ég er í sambandi við, hvorki innan eða utan flokksins og láta sig mál hans einhverju varða (og jafnvel ekki!!!) höfðu heyrt þennan orðróm. Ekki fyrr en Guðjón Ólafur fjöldasendi „trúnaðarmál” .
Fer þá með þennan orðróm eins og aðra að hann mun lifa með Framsóknarflokknum til frambúðar. Breytir þá engu þó að framkvæmdastjóri flokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, formaður flokksins, Guðni Ágústsson, og Björn Ingi sjálfur vísi þessum „orðrómi” á bug.
Björn Ingi lætur síðan hafa það eftir sér í kvöldfréttum sjónvarp að hann íhugi sína stöðu í kjölfar þessa og hvort hann hafi áhuga á að starfa áfram fyrir flokkinn. „Maður missir áhuga á að starfa við þessar aðstæður” er haft eftir Birni Inga, og lái honum hver sem vill.
Auðvitað eru menn, sérstaklega í þessum merkilega samhliða heimi, bloggheimi, farnir að lesa og leggja meira út úr þessum orðum Björns Inga en efni standa til. Jafnvel þegar farnir máta hann við aðra flokka, þegar eflaust bjó lítið meira að baki annað en sú augljósa staðreynd að þegar lengi gefur á, þá getur eitthvað látið undan.
Allt frá því að Björn Ingi „dirfðist” að fara í framboð til borgarstjórnar hefur hann legið undir ámæli og verið undir smásjá. (...og ekki er því að neita að frá því á fyrsta degi er hann birtist sem aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, voru einhverjir með horn í síðu hans!)
Innan flokksins þótti mörgum hann fullfrekur til fjörsins að sækjast eftir fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006. Og ennþá frekari fyrir það að ná því markmiði sínu.
Og svo komst hann inn! Þvert á spár og þrátt fyrir meint kosningasvindl, sem aðallega virtist fara fram í villtum hugarheimi Ólafs Hannibalssonar eftir að hann hafði einhverntíma setið of lengi í heita pottinum í vesturbæjarlauginni!
Áfram hélt ósvífni Björns Inga, og næst gerðist það að hann, öllum að óvörum, myndaði meirihluta um borgarstjórn með sjálfstæðisflokknum, þrátt fyrir að það hlutverk hefði verið frátekið fyrir Ólaf Magnússon, fulltrúa Frjálslyndra.
Svo kom REI.
Meirihlutinn sprakk og fyrrverandi samstarfsmenn Björns Inga úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins vönduðu honum ekki kveðjurnar. Enda dirfðist hann jú að verða sneggri til en þeir í að mynda nýjan meirihluta.
Og nú þetta.
Björn Ingi er kvæntur maður, með unga fjölskyldu. Segir mér svo hugur að vart hafi meira búið að baki svari Björns Inga en sá möguleiki að fara að gera eitthvað annað.
Allt annað!
föstudagur, 18. janúar 2008
Fischersundabraut
Þá er Bobby Fischer allur. Blessuð sé minning hans. Eyddi einum eftirmiðdegi með honum á skírdag fyrir bráðum þremur árum, 24. mars 2005. Það var athyglisverð lífsreynsla.
Andlát hans bar upp á sama dag og sameinað borgarráð ítrekaði stuðning sinn við jarðgangaleið sundabrautar. Sting ég upp á brautin verði tileinkuð minningu karlsins, (Bobby) Fischersundabraut - eða upp á útlensku "The Bobby Fischer Memorial Highway".
Andlát hans bar upp á sama dag og sameinað borgarráð ítrekaði stuðning sinn við jarðgangaleið sundabrautar. Sting ég upp á brautin verði tileinkuð minningu karlsins, (Bobby) Fischersundabraut - eða upp á útlensku "The Bobby Fischer Memorial Highway".
fimmtudagur, 17. janúar 2008
Öll él...
Í núverandi ástandi alþjóðafjármálamarkaða, þar sem lítið lát virðist vera á afleitum tíðindum vegna sérstaklegra undirmálslána tengdum bandarískum fasteignum, er kannski ekki auðvelt að finna ljósið í myrkrinu.
Sumar þær tölur og það tap sem fjármálastofnanir eru að taka á sig þessu tengt eru hreint stjarnfræðilegar, eins og sjá má af tíðindum að fjármálastórveldum eins og Merrill Lynch, Citigroup og JP Morgan.
Vissulega lítur þetta illa út og ekki er hægt að draga fjöður yfir þá staðreynd að um er að ræða alvarlegt ástand. Það er hins vegar huggun harmi gegn að það er einn megin styrkur vestræns markaðshagkerfis hvernig það bregst við áföllum af þessu tagi.
Þó tapið sé mikið, tölurnar háar, og langt í frá ljóst að allir muni lifa af það gjörningaveður sem nú gengur yfir er þó a.m.k. verið að bregðast við vandanum. Viðbrögðin eru harkaleg, en þá má væntanlega segja og vona að þannig verði best hreinsað til og rýmt fyrir næstu uppsveiflu.
Að vissu marki má gera samanburð á núverandi ástandi á fjármálamörkuðum við það ástand sem varð á japansmarkaði undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Sambærilegt við núverandi ástand er sú staðreynd að hún tengdist m.a. fasteignabólu á japansmarkaði, offjárfestingum og lélegum lánum veittum af japönskum bönkum. Japanir hins vegar brugðust við með því að forðast það að takast á við vandan og veltu honum í raun á undan sér í rúman áratug með tilheyrandi samdrætti og viðvarandi hagvaxtarleysi. Hér kom ýmisleg til, m.a. menningarmunur en ekki er hægt að segja að japanskur fjármálamarkaður sé fyllilega sambærilegur hefðbundnum vestrænum mörkuðum. Þar t.d. skiptir máli, eins og m.a. Alan Greenspan bendir á í ævisögu sinni “The Age of Turbulence” og koma í veg fyrir að menn tapi andlitinu. Hefðbundin vestræn viðbrögð, eins og við sjáum á á markaði í dag, eru að afskrifa lán og setja fyrirtæki sem ekki er viðbjargandi í gjaldþrot.
Hin tafsömu viðbrögð japanska fjármálageirans við fasteignabólu, offjárfestingum og lélegum lánum gerðu það s.s. að verkum að hagvöxtur stóð þar nánast í stað í einn og hálfan áratug og fór ekki að hreyfast upp á við á ný fyrr en 2006. Um tíma gekk Japan í gegnum tímabil neikvæðrar verðbólgu og raunsamdráttar í efnahagslífinu. Í því ljósi má færa rök fyrir því að hörð, en sársaukafull viðbrögð lánastofnanna á vesturlöndum við hinni svokölluðu undirmálslánakrísu sé til meðal- og lengri tíma í reynd mjög jákvæð. (Það er að sjálfsögðu síðan verðugt rannsóknarefni og víti til varnaðar hvernig þessi undirmálslánalangavitleysa náði að vinda upp á sig og verða jafn víðtæk og raun ber vitni, en það er önnur saga.) Aðgerðir samanber þær sem þegar hafa verið tilkynntar af Citigroup og hjá öðrum lánastofnunum þar sem miskunarlausar tiltektir og afskriftir eiga sér stað ættu að skila mönnum fyrr á lygnari sjó og þá vonandi í átt að nýrri uppsveiflu fyrr en ef gripið hefði verið til "japanskra" viðbragða, þ.e. reynt að afneita, fela eða velta vandanum á undan sér.Í stuttu máli, þó aðgerðirnar séu harkalegar og sársaukafullar, því fyrr sem hreinsað er út því betra fyrir alþjóðahagkerfið og því fyrr má búast við að hjól alþjóðafjármálamarkaðar geti farið að snúast með eðlilegum hætti að nýju.
Öll él styttir jú upp um síðir og því fyrr og betur sem vorhreingerningin er kláruð, því fyrr getum við öll vonandi farið út og notið sumarsins.
Sumar þær tölur og það tap sem fjármálastofnanir eru að taka á sig þessu tengt eru hreint stjarnfræðilegar, eins og sjá má af tíðindum að fjármálastórveldum eins og Merrill Lynch, Citigroup og JP Morgan.
Vissulega lítur þetta illa út og ekki er hægt að draga fjöður yfir þá staðreynd að um er að ræða alvarlegt ástand. Það er hins vegar huggun harmi gegn að það er einn megin styrkur vestræns markaðshagkerfis hvernig það bregst við áföllum af þessu tagi.
Þó tapið sé mikið, tölurnar háar, og langt í frá ljóst að allir muni lifa af það gjörningaveður sem nú gengur yfir er þó a.m.k. verið að bregðast við vandanum. Viðbrögðin eru harkaleg, en þá má væntanlega segja og vona að þannig verði best hreinsað til og rýmt fyrir næstu uppsveiflu.
Að vissu marki má gera samanburð á núverandi ástandi á fjármálamörkuðum við það ástand sem varð á japansmarkaði undir lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Sambærilegt við núverandi ástand er sú staðreynd að hún tengdist m.a. fasteignabólu á japansmarkaði, offjárfestingum og lélegum lánum veittum af japönskum bönkum. Japanir hins vegar brugðust við með því að forðast það að takast á við vandan og veltu honum í raun á undan sér í rúman áratug með tilheyrandi samdrætti og viðvarandi hagvaxtarleysi. Hér kom ýmisleg til, m.a. menningarmunur en ekki er hægt að segja að japanskur fjármálamarkaður sé fyllilega sambærilegur hefðbundnum vestrænum mörkuðum. Þar t.d. skiptir máli, eins og m.a. Alan Greenspan bendir á í ævisögu sinni “The Age of Turbulence” og koma í veg fyrir að menn tapi andlitinu. Hefðbundin vestræn viðbrögð, eins og við sjáum á á markaði í dag, eru að afskrifa lán og setja fyrirtæki sem ekki er viðbjargandi í gjaldþrot.
Hin tafsömu viðbrögð japanska fjármálageirans við fasteignabólu, offjárfestingum og lélegum lánum gerðu það s.s. að verkum að hagvöxtur stóð þar nánast í stað í einn og hálfan áratug og fór ekki að hreyfast upp á við á ný fyrr en 2006. Um tíma gekk Japan í gegnum tímabil neikvæðrar verðbólgu og raunsamdráttar í efnahagslífinu. Í því ljósi má færa rök fyrir því að hörð, en sársaukafull viðbrögð lánastofnanna á vesturlöndum við hinni svokölluðu undirmálslánakrísu sé til meðal- og lengri tíma í reynd mjög jákvæð. (Það er að sjálfsögðu síðan verðugt rannsóknarefni og víti til varnaðar hvernig þessi undirmálslánalangavitleysa náði að vinda upp á sig og verða jafn víðtæk og raun ber vitni, en það er önnur saga.) Aðgerðir samanber þær sem þegar hafa verið tilkynntar af Citigroup og hjá öðrum lánastofnunum þar sem miskunarlausar tiltektir og afskriftir eiga sér stað ættu að skila mönnum fyrr á lygnari sjó og þá vonandi í átt að nýrri uppsveiflu fyrr en ef gripið hefði verið til "japanskra" viðbragða, þ.e. reynt að afneita, fela eða velta vandanum á undan sér.Í stuttu máli, þó aðgerðirnar séu harkalegar og sársaukafullar, því fyrr sem hreinsað er út því betra fyrir alþjóðahagkerfið og því fyrr má búast við að hjól alþjóðafjármálamarkaðar geti farið að snúast með eðlilegum hætti að nýju.
Öll él styttir jú upp um síðir og því fyrr og betur sem vorhreingerningin er kláruð, því fyrr getum við öll vonandi farið út og notið sumarsins.
mánudagur, 14. janúar 2008
Kaupþingsbréf Seðlabankans
Bréf Seðlabanka Íslands til Ársreikningaskráar, dags. 3. des. sl. með umsögn bankans um umsókn Kaupþings um heimild til þess að færa bókhald sitt, og öllu því sem því tilheyrir, í evrum er einkar athyglisvert aflestrar. Seðlabankinn má eiga það að þar kemur bankinn fram algerlega grímulaus og án vafninga tekur af skarið með það að íslensk fjármálafyrirtæki eigi ekkert með það að færa hvorki hlutafé né bókhald í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni.
Í bréfinu segir strax í annarri málsgrein:
Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Stefni fjármálafyrirtæki jafnframt að því að ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli og draga úr viðskiptum sínum með innlendan gjaldmiðil telur Seðlabankinn fulla ástæðu til að staldra við og gaumgæfa afleiðingar þessa fyrir peningakerfi þjóðarinnar.
Hér liggur í orðanna hljóðan að slíkt myndi væntanlega hafa hörmulegar afleiðingar fyrir peningakerfi landsins, enda hafa einhverjir fulltrúar Seðlabankans þegar lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. En er það svo? Er ekki allt eins hægt að taka þveröfugan pól í hæðina og horfa á björtu hliðarnar. Við skráningu hlutafjár og færslu bókhalds yfir í alþjóðlega meginmynt, eins og evru, fæst alþjóðlega viðurkenndur verðmiði á fyrirtækið. Allt eins má því ætla að því fleiri fyrirtæki og félög, hvort heldur sem er á sviði fjármálaviðskipta eða annarra viðskipta, færi bókhald og hlutafé yfir í erlenda mynt, því styrkari stoðum verði skotið undir íslenskt hagkerfi og þar með íslenskt peningakerfi. Því meira sem íslenskt hagkerfi byggir á eignum og verðmætum með raunverulegum meginmyntar verðmiða, því betra.
--------
Í bréfinu lýsir Seðlabankinn sig einnig ósammála túlkun Kaupþings á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, en Kaupþing setur víst fram það álit að endurskoðendur bankans kynnu að hafna því að staðfesta þaðað reikningar bankans samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðlum ef starfsrækslumynt bankans verður ekki breytt í evru. Hér er augljós túlkunarmunur og í ljósi þess hve rökstuðningur Seðlabankans byggir mikið á þáttum sem eru “aðallega”, “almennt”, “nánast gefnir”, “jafnvel þótt” og því að “meginreglan hljóti að vera” er hér væntanlega á ferð blautur draumur einhvers lögfræðingsins, en bæði Seðlabankinn og Kaupþing hafa eitthvað til síns máls.
Það sem vakti athygli mína sérstaklega var þó þegar Seðlabankinn segir á einum stað (bls. 3 í bréfinu, fyrsta málsgrein) að það gæti verið “... í anda staðalsins að birta reikningsskil móðurfélags... í starfrækslugjaldmiðli... [og] ...því kemur vel til álita að Kaupþing banki haldi bókhald sitt í íslenskum krónum og semji reikningsskil á grundvelli þess til að nota í samskiptum við Seðlabankann... en umreikni reksturinn í evrur til birtingar í ársreikningi fyrir hlutabréfamarkaðinn.”
S.s. ekkert mál. Kaupþing þarf ekkert að fara út í þetta evru dæmi. Þarf bara að umreikna bókhaldið í evrur fyrir hlutabréfamarkaðinn og óþarfi að vera með þetta vesen.
Ef það er svona lítið mál að umreikna á milli, þá gæti leikmaður í þessum bransa kannski ætlað að slíkt gæti virkað í báðar áttir. Af hverju ætti t.d. Kaupþing ekki bara að fá að færa bókhald og hlutafé í evrur, eins og Kaupþing hefur óskað eftir, og svo umreikna einfaldlega í íslenskar krónur fyrir Seðlabankann það sem við á?
Nei. Seðlabankinn hefur skýra skoðun á slíku fúski, enda segir í bréfi þeirra orðrétt (bls. 4, neðsta málsgrein) “...fráleitt að hlutafé sé skráð í starfrækslugjaldmiðli en reikningsskil samin í heimagjaldmiðli, enda er þá hætta á að þau geti villt mönnum sýn um afkomu og efnahagsþróun...”
Athyglisvert, ekki satt?
Að auki má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn fari ekki út fyrir valdsvið sitt, en bankinn bendir á í bréfi sínu að þegar ársreikningalögunum var breytt þ.a. heimild var sett inn til þess að félög gætu fært bókhald í erlendri mynt “...var tekið mið af nýlegum sambærilegum lagaákvæðum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en þess ekki gætt að í öllum þessum löndum eru takmarkandi sérákvæði fyrir fjármálafyrirtæki.” Að mati Seðlabankans klúðraði Alþingi s.s. málinu.
Það mat Seðlabankans breytir því hins vegar ekki að það eru engin takmarkandi sérákvæði í íslenskum lögum hvað varðar fjármálafyrirtæki, og í ljósi þess að ekki hefur verið borin upp breytingartillaga þess efnis á þingi, virðist vilji löggjafans nokkuð skýr. Seðlabankinn má því í raun hafa hvaða skoðun sem hann vill á því hvort fjármálafyrirtæki eigi að taka upp erlendan gjaldmiðil sem uppgjörsmynt, en lögin eru skýr. Ég velti því a.m.k. fyrir mér hvort hið skilyrta leyfi Ársreikningaskráar til Kaupþings varðandi það að yfirfærsla þeirra á bókhaldi og reikningsskilum í evrur geti fyrst komist til framkvæmda eftir að yfirtöku þeirra á NIBC er lokið sé í samræmi við lögin eins og þau standa.
Í bréfinu segir strax í annarri málsgrein:
Seðlabankinn er mótfallinn því að innlend fjármálafyrirtæki taki alfarið upp erlendan gjaldmiðil í reikningshaldi sínu. Stefni fjármálafyrirtæki jafnframt að því að ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli og draga úr viðskiptum sínum með innlendan gjaldmiðil telur Seðlabankinn fulla ástæðu til að staldra við og gaumgæfa afleiðingar þessa fyrir peningakerfi þjóðarinnar.
Hér liggur í orðanna hljóðan að slíkt myndi væntanlega hafa hörmulegar afleiðingar fyrir peningakerfi landsins, enda hafa einhverjir fulltrúar Seðlabankans þegar lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. En er það svo? Er ekki allt eins hægt að taka þveröfugan pól í hæðina og horfa á björtu hliðarnar. Við skráningu hlutafjár og færslu bókhalds yfir í alþjóðlega meginmynt, eins og evru, fæst alþjóðlega viðurkenndur verðmiði á fyrirtækið. Allt eins má því ætla að því fleiri fyrirtæki og félög, hvort heldur sem er á sviði fjármálaviðskipta eða annarra viðskipta, færi bókhald og hlutafé yfir í erlenda mynt, því styrkari stoðum verði skotið undir íslenskt hagkerfi og þar með íslenskt peningakerfi. Því meira sem íslenskt hagkerfi byggir á eignum og verðmætum með raunverulegum meginmyntar verðmiða, því betra.
--------
Í bréfinu lýsir Seðlabankinn sig einnig ósammála túlkun Kaupþings á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, en Kaupþing setur víst fram það álit að endurskoðendur bankans kynnu að hafna því að staðfesta þaðað reikningar bankans samræmist alþjóðlegum reikningsskilastöðlum ef starfsrækslumynt bankans verður ekki breytt í evru. Hér er augljós túlkunarmunur og í ljósi þess hve rökstuðningur Seðlabankans byggir mikið á þáttum sem eru “aðallega”, “almennt”, “nánast gefnir”, “jafnvel þótt” og því að “meginreglan hljóti að vera” er hér væntanlega á ferð blautur draumur einhvers lögfræðingsins, en bæði Seðlabankinn og Kaupþing hafa eitthvað til síns máls.
Það sem vakti athygli mína sérstaklega var þó þegar Seðlabankinn segir á einum stað (bls. 3 í bréfinu, fyrsta málsgrein) að það gæti verið “... í anda staðalsins að birta reikningsskil móðurfélags... í starfrækslugjaldmiðli... [og] ...því kemur vel til álita að Kaupþing banki haldi bókhald sitt í íslenskum krónum og semji reikningsskil á grundvelli þess til að nota í samskiptum við Seðlabankann... en umreikni reksturinn í evrur til birtingar í ársreikningi fyrir hlutabréfamarkaðinn.”
S.s. ekkert mál. Kaupþing þarf ekkert að fara út í þetta evru dæmi. Þarf bara að umreikna bókhaldið í evrur fyrir hlutabréfamarkaðinn og óþarfi að vera með þetta vesen.
Ef það er svona lítið mál að umreikna á milli, þá gæti leikmaður í þessum bransa kannski ætlað að slíkt gæti virkað í báðar áttir. Af hverju ætti t.d. Kaupþing ekki bara að fá að færa bókhald og hlutafé í evrur, eins og Kaupþing hefur óskað eftir, og svo umreikna einfaldlega í íslenskar krónur fyrir Seðlabankann það sem við á?
Nei. Seðlabankinn hefur skýra skoðun á slíku fúski, enda segir í bréfi þeirra orðrétt (bls. 4, neðsta málsgrein) “...fráleitt að hlutafé sé skráð í starfrækslugjaldmiðli en reikningsskil samin í heimagjaldmiðli, enda er þá hætta á að þau geti villt mönnum sýn um afkomu og efnahagsþróun...”
Athyglisvert, ekki satt?
Að auki má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn fari ekki út fyrir valdsvið sitt, en bankinn bendir á í bréfi sínu að þegar ársreikningalögunum var breytt þ.a. heimild var sett inn til þess að félög gætu fært bókhald í erlendri mynt “...var tekið mið af nýlegum sambærilegum lagaákvæðum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en þess ekki gætt að í öllum þessum löndum eru takmarkandi sérákvæði fyrir fjármálafyrirtæki.” Að mati Seðlabankans klúðraði Alþingi s.s. málinu.
Það mat Seðlabankans breytir því hins vegar ekki að það eru engin takmarkandi sérákvæði í íslenskum lögum hvað varðar fjármálafyrirtæki, og í ljósi þess að ekki hefur verið borin upp breytingartillaga þess efnis á þingi, virðist vilji löggjafans nokkuð skýr. Seðlabankinn má því í raun hafa hvaða skoðun sem hann vill á því hvort fjármálafyrirtæki eigi að taka upp erlendan gjaldmiðil sem uppgjörsmynt, en lögin eru skýr. Ég velti því a.m.k. fyrir mér hvort hið skilyrta leyfi Ársreikningaskráar til Kaupþings varðandi það að yfirfærsla þeirra á bókhaldi og reikningsskilum í evrur geti fyrst komist til framkvæmda eftir að yfirtöku þeirra á NIBC er lokið sé í samræmi við lögin eins og þau standa.
föstudagur, 11. janúar 2008
Kaupþing: Komið að kveðjustund?
Í litlum pistli sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu fyrir rúmum mánuði tók ég m.a. svo til orða:
Það mikla álag sem viðskiptabankarnir, og önnur íslensk fjármálafyrirtæki, sæta um þessar mundir mun verulega hefta frekari vöxt þeirra og útrás ef ástandið verður viðvarandi. Má leiða að því líkur að sá kostur muni koma til alvarlegrar skoðunnar hjá a.m.k. einhverju þeirra, í ljósi hagsmuna bæði hluthafa og viðskiptavina, að flytja höfuðstöðvar sínar frá Íslandi til annars lands, t.d. Bretlands eða Hollands. Sumum þeirra verður sú ákvörðun auðveldari en öðrum í ljósi umfangs og eðlis rekstrar þeirra. Það hefði hins vegar án efa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf.
Þessu til viðbótar má nú ætla að neikvæð viðbrögð Seðlabankans við evruuppgjörsáformum Kaupþings, svo og skilyrt leyfi Ársreikningaskráar til bankans til hins sama geri það nánast óumflýjanlegt fyrir stjórnendur Kaupþings að íhuga alvarlega að færa höfuðstöðvar Kaupþingssamstæðunnar úr landi.
Framtíð Kaupþings sem íslensks banka hvílir þannig í höndum fjármálaráðherra, en hann getur veitt leyfið án skilyrða. Ekki er að efa að þessi möguleiki mun hvíla þungt á ráðherranum og ráðuneytinu í mati þeirra á afstöðu til stjórnsýslukæru Kaupþings á hinni skilyrtu heimild Ársreikningaskráar.
Hafni fjármálaráðherra ósk Kaupþings, gæti farið svo að innan tíðar yrði Kaupþing fyrsti erlendi bankinn með alhliðabankaþjónustu á Íslandi í gegnum útibú sitt á Íslandi...!
Það mikla álag sem viðskiptabankarnir, og önnur íslensk fjármálafyrirtæki, sæta um þessar mundir mun verulega hefta frekari vöxt þeirra og útrás ef ástandið verður viðvarandi. Má leiða að því líkur að sá kostur muni koma til alvarlegrar skoðunnar hjá a.m.k. einhverju þeirra, í ljósi hagsmuna bæði hluthafa og viðskiptavina, að flytja höfuðstöðvar sínar frá Íslandi til annars lands, t.d. Bretlands eða Hollands. Sumum þeirra verður sú ákvörðun auðveldari en öðrum í ljósi umfangs og eðlis rekstrar þeirra. Það hefði hins vegar án efa afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf.
Þessu til viðbótar má nú ætla að neikvæð viðbrögð Seðlabankans við evruuppgjörsáformum Kaupþings, svo og skilyrt leyfi Ársreikningaskráar til bankans til hins sama geri það nánast óumflýjanlegt fyrir stjórnendur Kaupþings að íhuga alvarlega að færa höfuðstöðvar Kaupþingssamstæðunnar úr landi.
Framtíð Kaupþings sem íslensks banka hvílir þannig í höndum fjármálaráðherra, en hann getur veitt leyfið án skilyrða. Ekki er að efa að þessi möguleiki mun hvíla þungt á ráðherranum og ráðuneytinu í mati þeirra á afstöðu til stjórnsýslukæru Kaupþings á hinni skilyrtu heimild Ársreikningaskráar.
Hafni fjármálaráðherra ósk Kaupþings, gæti farið svo að innan tíðar yrði Kaupþing fyrsti erlendi bankinn með alhliðabankaþjónustu á Íslandi í gegnum útibú sitt á Íslandi...!
Myndarlegur?
Þá er hafin tilraun. Í engu er um víðtæka, afdrífaríka eða merkilega tilraun að ræða, en tilraun engu að síður.
Ég er orðinn bloggari.
Það er ekki laust við að það sé gert bæði í ákveðinni auðmýkt og eilitlum kvíða, því bloggheimar eru jú fjölmennir og þar margir fyrir velreyndir og pennafærir mjög.
Ætli það gildi ekki í þessum heimi eins og mannheimum að kapp sé best með forsjá og rétt sé að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Óneitanlega er það svo sérstakur heiður, hlýtur að vera, að gerast bloggari hér á Eyjunni í skjóli ritstjórans Péturs Gunnarssonar, þó ekki væri nema vegna teiknimyndarinnar af undirrituðum gerða af snillingnum Halldóri Baldurssyni. Mér er sagt að hún nái mér nokkuð vel – einhver sagði að hún hefði mýkra og mildilegra yfirbragð en fyrirmyndin, hvað sem það nú þýðir.
Sjálfur hafði ég áhyggjur af því að ég virkaði ellilegri en efni stæðu til, en kannski gerir myndin mig frekar, svo maður sletti, “distinguished”!
En hvað um það, hér er ég mættur og mun vonandi hafa eitthvað athyglisvert til málanna að leggja.
Ég er orðinn bloggari.
Það er ekki laust við að það sé gert bæði í ákveðinni auðmýkt og eilitlum kvíða, því bloggheimar eru jú fjölmennir og þar margir fyrir velreyndir og pennafærir mjög.
Ætli það gildi ekki í þessum heimi eins og mannheimum að kapp sé best með forsjá og rétt sé að ganga hægt um gleðinnar dyr.
Óneitanlega er það svo sérstakur heiður, hlýtur að vera, að gerast bloggari hér á Eyjunni í skjóli ritstjórans Péturs Gunnarssonar, þó ekki væri nema vegna teiknimyndarinnar af undirrituðum gerða af snillingnum Halldóri Baldurssyni. Mér er sagt að hún nái mér nokkuð vel – einhver sagði að hún hefði mýkra og mildilegra yfirbragð en fyrirmyndin, hvað sem það nú þýðir.
Sjálfur hafði ég áhyggjur af því að ég virkaði ellilegri en efni stæðu til, en kannski gerir myndin mig frekar, svo maður sletti, “distinguished”!
En hvað um það, hér er ég mættur og mun vonandi hafa eitthvað athyglisvert til málanna að leggja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)