föstudagur, 18. janúar 2008

Fischersundabraut

Þá er Bobby Fischer allur. Blessuð sé minning hans. Eyddi einum eftirmiðdegi með honum á skírdag fyrir bráðum þremur árum, 24. mars 2005. Það var athyglisverð lífsreynsla.

Andlát hans bar upp á sama dag og sameinað borgarráð ítrekaði stuðning sinn við jarðgangaleið sundabrautar. Sting ég upp á brautin verði tileinkuð minningu karlsins, (Bobby) Fischersundabraut - eða upp á útlensku "The Bobby Fischer Memorial Highway".

2 ummæli:

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.