Nú dynur yfir almenna launamenn sá söngur að varast beri víxlhækkun launa og verðlags. Leiðin til að halda aftur að verðbólgunni sé að launakröfum sé stillt í hóf af fulltrúum verkalýðsfélaga. Í stefnuyfirlýsingu hins sjálfhverfa Seðlabanka frá því í gær er þetta sjónarmið ítrekað, en þar segir m.a.:
"Víxláhrif launa, verðlags og gengis eru þekktur drifkraftur verðbólgu hér á landi."
Ýmsir þættir geta haft áhrif til hækkunar verðbólgu. Á undanförnum árum hafa helstu drifkraftar verðbólgunnar á Íslandi verið annars vegar fyrst verðbóla á fasteignamarkaði og hins vegar síðar verulegt gengisfall krónunnar. Stór gerandi í báðum þessum þáttum er vaxtastefna Seðlabankans sem bæði virkaði sem segull á erlent spáfé í leit að skjótfengnum gróða á vaxtamunarviðskiptum og jafnframt þrýsti upp gengi krónunnar langt umfram það sem eðlilegt gat talist.
Það er athyglisvert að skoða annars vegar vaxtaþróunina undanfarin ár og bera hana saman við þróun verðbólgunnar. Þegar það er gert kemur í ljós að í kjölfar hverrar vaxtahækkunar hefur verðbólgan aukist. Skýr merki eru þannig um að hér á landi sé stór sökudólgur í þróun verðbólgunnar víxlhækkun vaxta og verðlags. Þar situr Seðlabanki Íslands í ökumannssætinu.
Er ekki komin tími til að svipta bankann ökuleyfi?
Þetta er einfalt. Stærstu áhrifaliðirnir í verðbólgumælingunni eru húsnæði, matvara, eldsneyti. Matvaran og eldsneyti telst til nauðsynjavöru og því er frekar auðvelt fyrir söluaðila að veita auknum fjármagnskostnaði beint út verðlagið. Það sem SÍ er að reyna að gera er að svína niður fasteignaverð þannig að verðbólgumarkmiðin náist. Á móti þessu er ríkisstjórnin að berjast með ÍLS að vopni. Þetta er náttúrulega brandari...
SvaraEyða