mánudagur, 13. október 2008

Ein ég sit og sauma...

Í þeim miklu efnahagshremmingum sem nú ganga yfir heimsbyggðina hefur dagurinn í dag gefið nokkra von. Evru-ríkin 15 innan ESB hafa stillt saman strengi sína. Ótakmarkaðir gjaldeyrisskiptasamningar hafa verið settir upp milli Evrópska seðlabankans, seðlabanka Englands, seðlabanka Sviss og Seðlabanka Bandaríkjanna. Öllu skal til kostað að bjarga bankakerfum aðildarlandanna.

Önnur ríki innan ESB og EES njóta góðs af - nema Ísland.

Sviss nýtur sérstöðu sinnar sem tryggasta bankaland í heimi. Liechtenstein nýtur þess að vera vera í tolla- og myntbandalagi við þennan stóra granna sinn.

Noregur nýtur stærðarinnar og olíunnar, og þá sérstaklega olíusjóðsins.

Ísland nýtur einskis, nema einverunnar!

Það er kalt í krónulandi.

2 ummæli:

  1. Og það er kaldara að vera áhangandi krónulandsins erlendis!

    SvaraEyða
  2. Jafnvel Ungverjaland spjarar sig mikið betur en krónulandið auma. Líklega njóta þeir góðs að vera í ESB.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.