fimmtudagur, 9. október 2008

Það sem þarf að gera...

Hér er listi yfir sumt af því sem þyrfti að gera nú á næstunni, í engri sérstakri röð:

Lækka vexti um a.m.k. helming, ásamt því að gera lánsfé í íslenskum krónum vel aðgengilegt frá Seðlabanka til viðskiptabanka og sparisjóða. Tryggja þarf lánsfjárstreymi til fyrirtækjanna þ.a. atvinnulíf landsmanna stöðvist ekki. Lausafjárþurrð hefur líka áhrif á fyrirtækin og það vantar krónur í kerfið, rétt eins og gjaldeyri.

Setja tímabundin lög á alla kjarasamninga og frysta þá fram til a.m.k. loka næsta árs eins og þeir standa í dag.

Afnema tímabundið tengingu vísitölu neysluverðs og lána.

Hækka tekjuskatt einstaklinga í 40%. Það er óumflýjanlegt til að mæta auknum útgjöldum ríkissjóðs.

Hækka persónuafslátt því til samræmis þ.a. nettó áhrif verði engin á laun upp á 200 þúsund eða minna.

Afnema öll stimpilgjöld húsnæðislána, þ.a. engin vafi leiki á því að við yfirfærslu þeirra að ekki þurfi að greiða gjöldin. Einnig mun það auðvelda önnur fasteignaviðskipti, þó ekki sé fyrirsjáanlegt að þau verði nokkur að ráði næstu mánuði

Afnema öll vörugjöld, önnur en á áfengi, tóbak og bíla. Þau vörugjöld sem eftir standa verði ekki hækkuð.

Endurvekja gjaldeyriseftirlit Seðlabankans tímabundið.

Skipta um stjórn og bankastjóra Seðlabankans. Alveg óháð sökudólgaleit yrði það mikilvægt skref í að auka trúverðugleika og styrkja stjórnvöld í sessi um það að óumdeilt sé að þau leiði aðgerðir.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn? Er það nokkuð val lengur?

Aðild að ESB? Er það nokkuð val lengur?

Rétt er að þakka fyrir það sem vel er gert. Daglegir blaðamannafundir forsætisráðherra og viðskiptaráðherra eru til fyrirmyndar.

9 ummæli:

 1. Úr þínu bloggi í eyru ríkisstjórnarinnar!

  SvaraEyða
 2. Blaðamannafundirnir eru ágætir en það gengur ekki að Geir komi sér hjá að svara spurningum með með því að svara illa og benda svo á næsta blaðamann. Annars eru þeir ágætir og koma báðir þokkalega vel fyrir. Þeir eru allavega ekki einsog sumir sem mæta í Kastljós eingöngu til að hvítþvo sjálfa sig.

  SvaraEyða
 3. Sammála ! Er þó efins með skattinn.

  Það mætti bæta við að þetta mætti klára fyrir helgi, a.m.k. að tilkynna það !

  Öddi

  SvaraEyða
 4. Hvað með að ganga betur frá umræðunni útá við? Geir á að vera harðari, nú er Gordon Brawn aftur farinn að rífa sig. Hvað eftir annað er svo verið að tala um gjaldþrota Ísland í fjölmiðlum, ft.com, bbc.co.uk o.lf. þrátt fyrir að ríkisstjórnin síendurtaki við okkur Íslendingar að þeir séu að klippa á erlenda skuldarhala fyrirtækja sem fara á hausinn.

  SvaraEyða
 5. Þetta eru hárréttar tillögur.

  SvaraEyða
 6. Er það ekki verðbólgu hvetjandi fyrir ríkið að hækka áfengisgjaldið um 11% eins og hefur komið í ljós! Á að hafa fé af okkur sem leggjumst í þunglyndi yfir bjórnum?

  SvaraEyða
 7. Sæll Friðrik.
  Ég vil bæta einu við listann þinn. Lokum sendiráði okkar í London og sendum sendiherra þeirra heim.

  SvaraEyða
 8. Það voru afglöp Framsóknarflokksins sem grófu þessa gryfju sem við erum að falla í.Aldrei aftur Framsókn

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.