fimmtudagur, 9. október 2008

"Loose lips sink ships!"


Nú er ljóst að Kastljósviðtal seðlabankastjóra er líklega dýrasta viðtal sögunnar.

Það sem vekur frekari furðu er af hverju beðið var fram eftir degi, fram yfir lokun markaða í Englandi, að birta yfirlýsingu forsætisráðherra.Enn merkilegra er að sú yfirlýsing sé jafn loðin og raun ber vitni. Hún hefði átt að segja afdráttarlaust að lágmarksábyrgðir yrðu virtar. Punktur.(Myndir með þessari færslu fengnar af heimasíðu American Merchant Marine at War)


4 ummæli:

 1. Þetta er bara ekki rétt hjá þér, það var dýralæknirinn sem talaði af sér.

  SvaraEyða
 2. Furðulegar fullyrðingar að hætti keðjureykjandi kjaftakellinga, týpíst ISL kommahjal að hengja bakara fyrir smið.

  Væri ekki nær að skoða hvað þessir blessuðu "Útrásar Víkingar" hafa verið að gera síðustu misseri því það er það sem er að valda almenningi skaða núna ..!!

  SvaraEyða
 3. Á þess að ég sé að draga þetta í efa sem slíkt, en samkvæmt nýjustu fréttum voru það orð Árna Matt fjármálaráðherra í símtali við hinn breska.
  Reyndar frá mér séð, sem hluta af almenningi á Íslandi, er þetta fyrsta sem kemur tengt Árna í tengslum við þetta óveður í fjármálaheiminum.

  SvaraEyða
 4. Alistair Darling fjármálaráðherra gaf út yfirlýsingu Bretastjórnar fyrir hádegi á þriðjudag.
  Davíð Oddson sat fyrir svörum á þriðjudagskivöld.
  Er Friðfik Jónsson í lagi?

  Þegar ég mun greiða skuldir þotuliðs Íslands í sköttunum mínum þá mun ég bölva þeim, sem komu okkur í þessa stöðu.

  Leitaðu þér lækninga við þessari Davíðsþráhyggju þinni.

  Bjarni

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.