föstudagur, 10. október 2008

Að sjá fyrir...

Það er athyglisvert að lesa blogg Willem Buiter's frá því fyrr í kvöld. Frá því tengir hann í skýrslu sem hann vann með Anne C. Sibert um stöðu og framtíðarhorfur íslensku bankanna. Titill skýrslunnar er "The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas".

Skýrsla þessi var unnin að beiðni Landsbankans og upphaflega skilað í lok apríl síðastliðin. Þann 11. júlí var haldin lokuð ráðstefna að sögn Buiter's þar sem boðið var völdum einstaklingum frá bönkunum, úr stjórnsýslunni, frá Seðlabankanum og úr háskólunum.

Niðurstaða skýrslunnar var einföld, í ljósi stærðar bankanna var íslenska krónan ekki nothæfur gjaldmiðill fyrir starfsemi bankanna. Annað tveggja varð að gera: bankarnir að fara úr landi eða að Ísland tæki upp evru með aðild að ESB og EMU.

Þáverandi ástand, eða viðskiptamódel Íslands, stæðist ekki og hætta væri á hruni ef ekkert væri að gert. Eða eins og segir í inngangi skýrslunnar: "With most of the banking system’s assets and liabilities denominated in foreign currency, and with a large amount of short-maturity foreign-currency liabilities, Iceland needs a foreign currency lender of last resort and market maker of last resort to prevent funding illiquidity or market illiquidity from bringing down the banking system."

Svo margt var vitað, við svo mörgu var varað og svo margt lagt til.

Og margt séð fyrir.

En samt...

5 ummæli:

  1. "Politics is the art of looking for trouble, finding it whether it exists or not, diagnosing it incorrectly, and applying the wrong remedy." Ernest Benn

    SvaraEyða
  2. Jeminn eini. Burt með Seðlabankastjórn og ríkisstjórnina alla. Það er ekki skrýtið að allt sem þeir þykjast laga fer til hins verra. Þetta eru bara óhæfir menn!
    Og þeir klóra í bakkann og hanga á nöglunum.

    SvaraEyða
  3. "Iceland needs a foreign currency lender of last resort.."

    Oh hvaðan gefði hann komið?

    ECB er ekki heimilt að veita þrautavaralán. Það hlutverk hefði enn verið í höndum SÍ.

    SvaraEyða
  4. Þetta er búið, gott fólk. Sama hvað þið þruglið og þrætið. Landið verður gert ábyrgt fyrir upphæðum, sem samsvara 25 ára heildar þjóðarframleiðslu. Á sama tíma hríðfalla útflutningsvörur í verði. 40% verðfall á áli er þegar staðreynd, svo dæmi sé tekið. Þjóðin verður ekkert spurð, alþjóðasamfélagið er sammála um að glæpalýð beri að refsa, íslenska réttlætið gildir ekki meðal siðaðra þjóða, í þeim flokki höfum við aldrei verið. Við erum sýnu verri en þeir sem rita Nígeríubréfin. Nú er um að gera fyrir allt ungt fólk, sem hefur menntun og getu, að forða sér til einhvers annars lands, þar sem það getur komið þekkingu sinni og kröftum í verð með einhverjum hætti. Verið ekkert að gera ykkur rellu af eignum á Íslandi, þær verða allar teknar hvort sem er. Skiljið bara allt gamla liðið eftir með þau vandamál, sem þau sköpuðu og ætluðu ykkur að borga fyrir.

    SvaraEyða
  5. Afhverju vekur þessi skýrsla svona mikla athygli? Hún kom fram í júlí sl. en þá var löngu orðið of seint að grípa til aðgerða sem skptu máli þegar tekð er tilliti til hvernig heimsfjármálin þróuðust.

    Flestum sem hugsuðu málið var ljóst og hefur verið ljóst um árabil að bankakerfið var of stórt fyrir baklandið. Það hefur margoft komið fram. Að byrja að draga það saman þegar lausafjárkrísan var búin að standa í ár er fáránlegt. Ef grípa átti til aðgerða sem gerðu kleift að byggja hér upp alþjóðlegt fjármálakerfi þá átti að gera það frá 2003.

    Að skuldir sem Ísland þarf að greiða vegna þessarrar krísu sé margföld landframleiðsla er þvættingur. Reyndar er þjóðarskuldin minni í dag en fyrir viku. Hún hefur afskrifast innanlands og erlendis í miklum mæli. Og ríkisskuldin (sem landsmenn verða að borga) er margfalt minni en ríkisskuldir USA, Bretlands og Rússlands voru eftir síðustu styrjöld ef miðað er vð hlutfall af landsframleiðslu. USA fann ekki fyrir að greiða sínar skuldir. Reyndar var aldrei meiri hagvöxtur en á árunum sem skuldirnar voru greiddar niður.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.