fimmtudagur, 30. október 2008

Hvað með 1 til 18?

Yfirlýsing Seðlabankans þar sem ljóstrað er upp um efni 19. töluliðar samkomulags Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ríkisstjórnarinnar er að sjálfsögðu athyglisverð.

Þá aðallega fyrir það að með henni er sagt frá því að aðgerðaáætlunin er a.m.k. í 19 liðum, ef ekki fleiri.

Hvað er í liðum 1 til 18?

Hvað eru margir liðir eftir 19-lið, og hvað er í þeim?

Það fýsir mig að vita.

Karpið um stýrivaxtahækkunina er tiltölulega ómerkilegt. Hún var fyrirséð. Hins vegar má velta fyrir sér hvaða fíflagangur það var að lækka stýrivextina í 12% þegar þá og þegar aðstoð frá IMF var fyrirsjáanleg. Var það partur af einhverri valdabaráttu og togstreitu?

1 ummæli:

  1. Tónninn í tilkynningu Seðlabankans er líka vægast sagt ó-seðlabankalegur: "Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni. Í samningsgerðinni segir í 19. tl: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“

    Enginn annar seðlabanki í heiminum myndi senda frá sér tilkynningu í þessum skætingslega umvöndunartóni gagnvart ríkisstjórn sinni. Hins vegar er tónninn kunnuglegur frá pólitískum ferli ákveðins manns, hver sem það nú skyldi vera ;)

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.