þriðjudagur, 11. nóvember 2008

Bjarni maður að meiri

Bjarni Harðarson hefur sagt af sér þingmennsku í kjölfar tölvupóstsendingar sinnar í gærkvöldi.

Fyrir það er hann maður að meiri og á fullt hrós skilið fyrir að axla ábyrgð.

Mættu margir að þessu leyti taka Bjarna Harðarson sér til fyrirmyndar.

7 ummæli:

 1. Já - til að mynda Valgerður Sverrisdóttir.

  SvaraEyða
 2. Ef við viljum halda nornabrennu - þá eigum við að minnsta kosti nornina!

  SvaraEyða
 3. Þorgerður Katrín ætti nú að vera fyrst á bálið, búin að vera beggja vegna borðs í mörg ár.

  SvaraEyða
 4. Allt tal um að bjarni sé að axla ábyrgð er náttúrulega alveg út í hött. Geturðu látið þér detta það í hug að honum hafi verið vært í flokknum eftir þennann gjörning
  Kveðja
  Guðmundur.

  SvaraEyða
 5. Það að kunna ekki að senda tölvupóst er auðvitað alveg ótrúlegt. En það á enginn að taka sér neitt til fyrirmyndar hvað þennan mann varðar. Því miður, úr því hann varð að koma gagnrýni á Valgerði( sem er auðvitað blogg út af fyrir sig), og gat ekki gert það nema í leynilegum tölvupósti í gegnum fjölmiðla þá er ekki mikið varið í hann, og hann á ekkert með það að gera að starfa fyrir þjóðina
  Lísa MK

  SvaraEyða
 6. Ég get ekki séð að Bjarni hafi framið lögbrot þannig að eðlilegast væri að hann sæti áfram í flokknum þar sem lögbrot virðist eiga að vera mælistika sitjandi ráðherra og í reynd allra stjórnmálamanna á það hverjum beri að segja af sér (útávið).
  Mikið er gaman að fylgjast með siðferði stjórnmálamanna sem virðast ekkert sjá að þvi að reka ríting í hjarta þjóðar sinnar en hoppa svo hæð sína þegar samtryggingin á alþingi brestur eða upplýsingar leka óvart til þýssins.
  Framsókn, Valgerður, Guðni, Finnur Ingólfs, Halldór Ásgríms eða arftakar þessara spillingarmanna úr stuttbuxnadeildinni, nei takk !

  SvaraEyða
 7. Nafnlaus, þú getur ekki flokkað alla framsóknarmenn í þennan þrönga hóp þinn.

  Hefurðu tekið eftir Birki Jóni Jónssyni, þingmanni? Ungur maður, mjög málefnalegur í alla staði, miklu uppteknari af því að ræða hluti efnislega heldur en að ráðast á aðrar skoðanir, en rökviss mjög með afbrigðum. Hann stakk meðal annars upp á því að bankaráðin yrðu ekki pólitískt skipuð heldur yrði t.d. háskólum falið að leita uppi hæfa menn til setu í þeim. Sjá slóðina: http://birkir.blog.is/blog/birkir/entry/674727/

  Eflaust er Birkir ekki eini góði drengurinn í framvarðarsveit flokksins, hann kemur bara fyrstur upp í hugann. Já, og Sæunn Stefánsdóttir var meðhöfundur að téðri tillögu.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.