fimmtudagur, 6. nóvember 2008

Óreiðumenn ekki mitt vandamál!

Ég er að huxa um að draga línu kringum húsið mitt. Eins konar landamæri. Í framhaldinu mun ég hætta að greiða nokkurn skapaðan hlut tengdan mínum lánum og sköttum sem rekja má til umsýslu óreiðumanna.

Þannig mun ég hér eftir neita að greiða vísitöluhækkun á verðtryggðum lánum og ég mun heldur ekki greiða gengistryggðu lánin á annarri vísitölu og öðru gengi en var í september 2003, löngu áður en óreiðumenn hleyptu öllu hér í bál og brand og keyrðu upp bæði gengi og verðbólgu í hæstu hæðir, án þess að innistæða væri fyrir hendi.

Ég á fulla von á að stjórnvöld sýni þessari ákvörðun minni fullan stuðning og skilning, enda í fullu samræmi við yfirlýsingu formanns bankaráðs Seðlabankans í frægu Kastljósviðtali hér á dögunum.

Að sjálfsögðu ætlast ég hins vegar til að öll þjónusta sem ég hef hingað til notið af hálfu bæði ríkis og sveitarfélaga standi mér til boða með óbreyttum hætti og á sambærilegum kjörum og hingað til.

Menn verða einfaldlega að fella sig við þá staðreynd að ég láti mig og mína ganga fyrir og ákveði þetta allt einhliða og án samráðs! Hvað ég kann að hafa skrifað undir og samþykkt hér fyrr á árum á ekki lengur við.

Ég mun ekki láta kúga mig!

5 ummæli:

  1. Ef ég les þetta rétt, þá er þetta MJÖG áhugaverður punktur; að neita ekki sem prinsip að greiða lánin, en að neita að láta valta yfir þá sem skulda með vísitölum og gengi sem er til vegna raða mistaka sem lántakendur þurfa að gjalda fyrir.

    Var ég að misskilja?

    p

    SvaraEyða
  2. Góður punktur, sælla er að þiggja en að gefa. Verðum við ekki að að huxa svona til að bjarga okkar eigin skinni. Svo er hitt að hafa nægt fé í veskinu fyrir miða út til somewhere.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus

    Þetta er ekki spurning um að bjarga eigin skinni, amk. ekki eins og ég les þetta, né heldur spurning um að greiða ekki það sem skrifað var uppá.

    Heldur frekar að hafna þeirri röð af mistökum sem gerð hafa verið, og svo því ráðaleysi sem nú fylgir á eftir.

    p

    Ég er mjög ósammála því að ríkið leggi allt í sölurnar til þess að "bjarga" þeim sem eiga peninga, en láta þá fokka sem skulda.

    En það er kannski ekki upp á helvítis 68 kynslóðina logið.

    SvaraEyða
  4. Stóran hátekjuskatt á einstaklingstekjur yfir 750000 á mánuði
    Á móti kæmi lagfæring á greiðslubyrði vegna skulda íbúðalána,námslána,fjölskylduaðsæðna ofl. Þannig væri hægt að taka á launamisrétti og jafna lífskjör

    SvaraEyða
  5. Kaldhæðni er vandmeðfarin á prenti eins og glögglega sést á þessum athugasemdum :)

    Héðinn Björnsson

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.