sunnudagur, 2. nóvember 2008

ESB-aðild: Um hvað þarf að semja?

Í ljósi þeirrar stigmögnunar Evrópuumræðunnar sem orðin er á Íslandi er ekki úr vegi að kynna sér hvað aðildarviðræður fælu í sér. Þ.e. um hvað væri verið að semja.

Í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis frá því í janúar sl. um Ísland á innri markaði Evrópu er í viðauka I. yfirlit yfir þá þætti sem stækkunarviðræður ESB við umsóknarríki taka til. Ennfremur er í viðaukanum tekið saman hvað af þessum þáttum EES-samningurinn og Schengen samstarfið ná til nú þegar, sjá hér fyrir neðan:

1. Free movement of goods - Frjálst vöruflæði - EES-samningurinn
2. Freedom of movement of workers - Frjáls för vinnuafls - EES-samningurinn
3. Right of establishment and freedom to provide services - Staðfesturéttur og þjónustufrelsi - EES-samningurinn
4. Free movement of capital - Frjáls för fjármagns - EES-samningurinn
5. Public procurement - Opinber útboð - EES-samningurinn
6. Company law - Félagaréttur - EES-samningurinn
7. Intellectual property law - Hugverkaréttur - EES-samningurinn
8. Competition policy - Samkeppnismál - EES-samningurinn
9. Financial services - Fjármálaþjónusta - EES-samningurinn
10. Information society and media - Upplýsingatækni og fjölmiðlun - EES-samningurinn
11. Agriculture and rural development - Landbúnaðar- og byggðastefna
12. Food safety, veterinary and phytosanitary policy - Matvæla- og hreinlætismál - EES-samningurinn
13. Fisheries - Fiskveiðar
14. Transport policy - Samgöngur -EES-samningurinn
15. Energy - Orka - EES-samningurinn
16. Taxation - Skattamál
17. Economic and monetary policy - Gjaldmiðilssamstarf
18. Statistics - Hagtölur - EES-samningurinn
19. Social policy and employment (incl. anti-discrimination and equal opportunities for women and men) - Félagsmála- og atvinnustefna - EES-samningurinn
20. Enterprise and industrial policy - Iðnstefna - EES-samningurinn
21. Trans-European networks - Evrópskt samgöngunet - EES-samningurinn
22. Regional policy and co- ordination of structural instruments - Uppbyggingarstyrkir - Afmörkuð framlög í gegnum Þróunarsjóð EFTA
23. Judiciary and fundamental rights - Réttarvarsla og grundvallarréttindi
24. Justice, freedom and security - Dóms- og innanríkismál - Schengen-samningurinn
25. Science and research - Vísindi og rannsóknir - EES-samningurinn
26. Education and culture - Menntun og menning - EES-samningurinn
27. Environment - Umhverfismál - EES-samningurinn
28. Consumer and health protection - Neytenda- og heilsuvernd - EES-samningurinn
29. Customs union - Tollabandalag
30. External relations - Utanríkistengsl
31. Foreign, security and defence policy - Utanríkis-, öryggis- og varnarmál - Tvíhliða samstarf
32. Financial control - Fjárhagslegt eftirlit
33. Financial and budgetary provisions - Framlagsmál - Takmörkuð framlög eru á grunni EES- og Schengen- samninga
34. Institutions - Stofnanir
35. Other issues - Annað - Þessi kafli fjallar ekki um eiginlegt regluverk ESB heldur sérstöðu nýrra ríkja sem ekki tengjast aðild að ESB beinlínis en hún getur þó haft áhrif á. Dæmi eru málefni Álandseyja, norrænt samstarf og opin stjórnsýsla í tilviki Finnlands.

Af 35 liðum eru 22 liðir hluti af EES-samningnum eða Schengen samstarfinu. Fjórir liðir til viðbótar eru síðan að einhverju leyti, mismikið þó, tengdir EES-samningnum, en það eru liður 22, uppbyggingarstyrkirnir, þar sem Ísland leggur til; liður 31, Samstarf á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmála og Ísland tengist með ýmsum hætti; liður 33, framlagsmál, en Ísland hefur takmarkaða framlagsskyldu til ESB vegna bæði EES og Schengen samstarfsins.

Út af stendur eftirfarandi:

11. Landbúnaðar- og byggðastefna,
13. Fiskveiðar,
16. Skattamál,
17. Efnahags- og myntsamstarf,
23. Réttarvarsla og grundvallarréttindi,
29. Tollabandalag,
30. Utanríkistengsl, þ.m.t. samningar við þriðjuríki,
32. Fjárhagslegt eftirlit,
34. Stofnanir, og
35. Önnur mál, sem eru sértæk mál hvers umsóknarríkis.

Undir einhverjum af þessum liðum eru hins vegar bæði ESB og Ísland þegar undir áhrifum af alþjóðlegu samstarfi á öðrum vettvangi, t.d á vettvangi OECD, Evrópuráðsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Atlantshafsbandalagsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þannig blasir við að í ljósi samningasögu nýrra aðildarríkja er í engum af þessum viðbótarliðum umfram EES-samninginn atriði sem gera má ráð fyrir að erfitt verði að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir Ísland í aðildarviðræðum. Hin augljósa undantekning er liðurinn um fiskveiðar, sem fæli í sér aðkomu Íslands að sameiginlegri fiskveiðistefnu sambandsins.

Það er hin þekkta stærð. Á Íslandi er engin tilbúin til þess að gangast undir sameiginlegu fiskveiðistefnuna að óbreyttu. Markmið hennar getur Ísland hins vegar stutt. Ísland einfaldlega býr við þann kost í sjávarútvegsmálum að vera fyrir löngu búin að ná og uppfylla markmiðum stefnunnar um t.d. sjálfbærni og verndun stofna. Það sem meira er, ESB, þ.e. stjórnmálaleiðtogar helstu aðildarríkja og æðstu embættismenn þekkja og viðurkenna þessa staðreynd. ESB hefur ekki hagsmuni af því að stefna íslenskum sjávarútvegi í tvísýnu eða spila pólitískan leik með eitt af fjöreggjum þjóðarinnar. Engin fordæmi eru fyrir því að sambandið geri slíkt í aðildarviðræðum.
Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins ætti því ekki að vera þröskuldur fyrir aðild Íslands. Um það þarf þó að semja og framtíðar samningamenn og –konur Íslands í væntanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið munu að sjálfsögðu hafa hagsmuni Íslands í þessum efnum að leiðarljósi.

6 ummæli:

 1. Þetta er tímamóta grein, þarna eru verkefnin.

  Friðrik við þurfum líka að undirbúa okkur fyrir, hvað höfum við að selja, hvar er ávinningu EB að því að hafa okkur innanborðs, sem um leið bætir okkar samningsstöðu.

  Er það eitthvað eins og: auka áhrifasvæði EB yfir stóran hluta Altlafshafsins, þ.mt. siglingaleiðina norður og fjarskiptakaplar, Græn orka, fiskurinn, hugsanlega olía og sv. fr.

  Síðan hlítur að skipta sköpum hvort hægt er að ná góðum samningum um skiptigengi (premíu) þegar við skiptum krónunni fyrir Evrur.

  Friðrik, það þarf mann eins og þig nú inn í pólitíkina.

  SvaraEyða
 2. sé fyrir mér að landbúnaðurinn yrði sjálfbær, kvótinn yrði skattlagður, olíusamráð yrði sakamál, vöruverð mymdi hrinja, alþjóðamál yrðu ekki eins og kaninn vill, stjórnendur hlutafélaga ábyrgir, BÁKNIÐBURT gæarnir látnir heira það & ?

  SvaraEyða
 3. Sjáðu til.

  Þ+u listar upp aðal sökud´æolga hrunadansins.

  Takturinn var sleginn við inngöngu í EES og ekkert við þ´vi að gera annað en fara leið Sviss og segja okkur frá þessu og taka upp tvíhliða viðræður, hvar SJÁLFSTÆÐI OKKAR VERÐUR SAMÞYKKT allt annað er óþolandi landráð
  Þeir sem vilja ganga enn frekar á hönd erlends valds, með Breta í einu framsætanna eru þjóðníðingar ----ekkert annað.

  Kærar kveðjur
  Miðbæajírhaldið
  þjóðelskur maður og vandur að virðingu sinni og áa hans sem afkomenda

  SvaraEyða
 4. Heildar skattastefna er ekki sameiginleg hjá ESB en um hana segir hér: http://europa.eu/pol/tax/index_en.htm


  „Activities of the European Union - Taxation

  In brief
  Within the EU, governments retain sole responsibility for levels of direct taxation –i.e. tax on personal incomes and company profits. What EU taxation policy does is ensure that tax rules are consistent with the goals of job creation, the EU’s competitiveness, the single market and free movement of capital.“

  SvaraEyða
 5. Þurfa menn ekkert að leggja í púkkið fyrir þennan evrópu klúbb? Hann er ekki að búa til nein verðmæti eftir því sem ég kemst næst. Þetta er bara stjórnsýslubatterí og ekkert annað. Hvaða stofnanir þarna í brussel eru að búa til einhverja peninga?

  Eru menn ekki að tala um einhverja 10-20 milljarða sem við þurfum að leggja í þessa hýt ef við förum inn hið minnsta? Er einhver áhugi að bæta því við allt hitt?

  Hverfa einhverjar tekjur við að ganga í ESB? Hvað með rekstur á samgöngumannvirkjum s.s. Flugstöðvum og flugi til og frá landinu? Nú er verið að setja á nýja skatta hjá ESB löndum varðandi flug á þotum. Það hækkar kostnað farþega. Tollfrjáls sala, sem er að skila flugstöðinni mörgum milljörðum í tekjur, og hreinlega sér um kostnað við rekstur flugstöðvarinnar verður ekki til staðar ef við göngum í ESB.

  Annað sem væri fróðlegt að vita hjá þessum ESB snillingum er hvað sparast í íslensku stjórnsýslunni við þetta?
  * Utanríkisþjónusta - Hverfur hún?
  * Seðlabankinn - Hverfur hann?
  * Löggjavarvadið - Lægri kostnaður?
  * Dómsvaldið - Minnkar kostnaður?
  * Framkv. vald - Minnkar kostnaður?
  * Aðrar opinberar stofnanir?

  Manni finnst það orðið frekar skrýtið þegar á tveimur vikum hafa þessir ESB maníu-sinnar farið úr því að "ræða ESB aðild" og yfir í að "ganga í ESB".

  Það þarf að skoða fjölmargt ÁÐUR en það er hægt að senda ráðuneytisstjórana til brussel að semja.

  Hefur fólk virkilega svona mikla trú á opinberri stjórnsýslu að það sé tilbúið að láta það blása út? Hvað með seðlabankann? Hvað með Fjármálaeftirlitið? Hvað með Utanríkisráðuneytið (hálfur milljarður vesgú í kosningabaráttu sem tapaðist háðuglega) og fleira og fleira.

  SvaraEyða
 6. Ef svona lítið stendur eftir í sambandi við ESB, hvers vegna þá að ganga inn?

  11. Landbúnaðar- og byggðastefna: Við getum stýrt þessu sjálf án aðstoðar frá Brussel.

  13. Fiskveiðar:
  Verður aldrei samstaða um þetta við ESB. Bretar og Spánverjar eiga tilkalla til kvóta. Gefa þeir það eftir? Getum við samið um að hafa um aldur og ævi einir aðgang að 200 mílna fiskveiðilögsögunni, og ráða algjörlega sjálf hvernig við högum fiskveiðum og því sem henni fylgir? Varla.
  16. Skattamál:
  Við ráðum þessu ekki alveg sjálf, IMF er komið þarna inn. Auk þess er ég ekki að sjá að skattamál á Íslandi séu neitt vandamál.
  17. Efnahags- og myntsamstarf:
  Spurning um að taka upp evruna?
  23. Réttarvarsla og grundvallarréttindi:
  Hefur þetta verið eitthvað vandamál hjá Íslendingum?
  29. Tollabandalag:
  Við flytjum út fisk og ál. Tollabandalag er ekkert sem er að þvælast fyrir okkur. Við erum ekki að rækta banana með of miklu sykurinnihaldi eins og þeir gera á Madeira, og fá þar af leiðandi ekki að flytja þá inn á esb svæðið.
  30. Utanríkistengsl, þ.m.t. samningar við þriðjuríki:
  Þetta er allt í góðum málum hjá okkur eins og staðan er í dag.
  32. Fjárhagslegt eftirlit:
  Þetta hefur verið í rúst hjá okkur. Spyrjið bara samfylkinguna. Hún er yfir þessum málaflokki á Íslndi. Ef hún treystir sér ekki í þetta og verður að láta Brussel um þetta, þá á samfylking ekkert að vera í pólitík. Aðrir treysta sér í þetta. Meira segja VG.
  34. Stofnanir, og
  35. Önnur mál, sem eru sértæk mál hvers umsóknarríkis:
  Aka: Við þurfum ekkert á ESB að halda varðandi sértæk mál hvers ríkis. Við erum í þessu alla daga.

  Hvar eru allar hækjurnar og hjalpargögnin sem menn eru að tala um að ESB veiti okkur aðgang að?

  Fljótt álitið verður engin breyting á okkar högum við að ganga í ESB. Hvað er verið að hamra á þessu alla daga? Er þetta ekki bara leið hjá stjórninni að setja kíki á blinda augað?

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.