Söguleg ályktun stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Akranesi um aðildarviðræður við Evrópusambandið og afsagnir stjórnenda Seðlabanka og Fjármálaeftirlits hefur ágætis samhljóm við ályktun félagsfundar framsóknarfélags Akranes frá því fyrr í mánuðinum.
Engin þarf að velkjast í vafa um afstöðu Samfylkingarinnar á Akranesi, þ.a. ljóslega liggur fyrir stóraukinn pólitískur meirihluti á Akranesi fyrir aðild að ESB.
Það liggur því beinast við að Akranes taki að sér hlutverk tilraunabæjarfélags og gangi hreinlega í ESB til reynslu. Ef það gefst vel má bæta fleiri sveitarfélögum við, t.d. í öfugum klukkugangi hringinn í kringum landið.
Það er spurning hvort ekki sé líka rétt að flagga Evrópufánanum á bæjarstjórnarfundum héðan í frá?
Mér líst vel á þetta. Ég var í Brussel um daginn og gekk þá í ESB. Þar voru engir óásættanlegir skilmálar varðandi aðgang að auðlindum eða öðru slíku, en ESB-verjar lögðu áherslu á Egner-iska lífs sýn á borð við "ekkert dýr má stela innistæðum af öðrum dýrum".
SvaraEyðaHelga W. ESB-verji.
Ekki lýst mér að ganga í þann óvinafögnuð sem EB er . Okkur væri nær að taka upp viðræður við nágranna okkar í NAFTA við kæmumst þar að á grundvelli sanngirnis ekki hótana og eða þvingana Þegar á hefur reynt í raun, hafa samskipti okkar við breta og evrópu ekki verið okkur í vil.
SvaraEyðaMeiri þvælan í þér maður að stimpla heilt bæjarfélag sem "Evrópubæ" vegna þess að fámennar kaffiklúbbaklíkur flokksgæðinga senda frá sér ályktanir.
SvaraEyðaEr þá Magnús Þór Hafsteinsson fluttur úr bænum eða var hann gerður brottrækur?
SvaraEyða