Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Akranes í kvöld:
Framsóknarfélag Akranes ályktar:
Framsóknarfélag Akranes lýsir miklum áhyggjum að stórauknu atvinnuleysi, aukinni verðbólgu, falli krónunnar og hruni fjármálakerfisins. Framsóknarfélag Akranes leggur áherslu á mikilvægi öflugs atvinnulífs, nýsköpunar og þróunar. Framsóknarfélag Akranes hvetur stjórnvöld til þess að beita öllum tiltækum úrræðum til að koma í veg fyrir yfirvofandi gjaldþrot heimila og fyrirtækja.
Bregðast þarf við hækkunum vísitölu- og gengistryggðra lána með frystingum, lánalengingum og hlutaafskriftum. Forsendubrestur hefur í reynd orðið hjá velflestum landsmönnum í tengslum við þær fjárskuldbindingar sem gerðar hafa verið á undanförnum mánuðum og árum. Marka verður meginlínur þ.a. jafnræðisregla verði virt gagnvart öllum skuldugum einstaklingum. Það getur ekki verið þjóðhagslega hagkvæmt að neyða þorra landsmanna í þrot, heldur þvert á móti.
Búast má við að hækka þurfi skatta á einstaklinga og fyrirtæki vegna efnahagsástandsins. Framsóknarfélag Akranes hvetur stjórnvöld til að hækka samhliða persónuafslátt þ.a. sú aðgerð verði að mestu án áhrifa á þá sem þiggja lægstu launin.
Samhliða verði stimpilgjald afnumið af öllum lánum til að auðvelda skuldbreytingar og almenna greiðsluaðlögun fyrirtækja og einstaklinga.
Framsóknarfélag Akranes telur nauðsynlegt í ljósi atburða undangengis mánaðar að boðað verði til kosninga svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en í mars 2009.
Framsóknarfélag Akranes hvetur Alþingi til þess að afgreiða fyrir kosningar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins með þeim hætti að annars vegar verði þar skilgreind sameign þjóðarinnar á auðlindum sjávar og hins vegar heimildir til takmarkaðs framsals ríkisvalds til alþjóðastofnanna að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Framsóknarfélag Akranes hvetur jafnframt til þess að samhliða kosningum verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu, ef þá þegar hefur ekki verið sótt um aðild .
Framsóknarfélag Akranes telur óumflýjanlegt að helstu leiðtogar stjórnmálanna sem og megin ríkisstofnanna efnahagsmálanna axli ábyrgð og segi af sér. Þ.á m. forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðherra, bankastjórar Seðlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Framsóknarfélag Akranes lýsir sérstökum áhyggjum yfir stöðu Framsóknarflokksins. Endurnýjun flokksforystunnar er óumflýjanleg og hvetur Framsóknarfélag Akranes miðstjórn flokksins til þess að bregðast við með óyggjandi hætti hafi forysta flokksins ekki sjálf frumkvæði að breytingum.
Framsóknarfélag Akranes
3. nóvember 2008
Getið þið ekki fengið S hópinn til að hjálpa til?
SvaraEyðaÞarf Valgerður Sverrisdóttir ekki að axla neina ábyrgð? Hvernig er með Finn Ingólfsson - hvar kemst hann á lista yfir spilltustu menn Íslandssögunnar? Voru þið ekki í 12 ár í ríkisstjóri - korteri fyrir bankahrun eins og sögubækurnar munu horfa á það.
SvaraEyðaÞið Framsóknarmenn eruð í besta falli brjóstumkennanlegir - værum við ekki öll betur sett ef þið hélduð ályktunum ykkar innan ykkar þrönga hagsmunahóps og hættið að ónaða 95% Íslendinga.
Ef á að skipta um forystu og stefnu, og gleyma öllu um fyrri gerðir flokksins sem hafa mótað samfélagið, hvað er þá annað eftir en nafnið?
SvaraEyðaEkkert
Einhverstaðar las ég að kanabisreykingar færu illa með skammtímaminnið. Nú vil ég ekki trúa því að það sé það sem hrjáir framsóknarmenn á Akranesi en greinilegt er samt að skammtímaminnið er með öllu horfið.
SvaraEyðaOg í tilviki forvera Samfylkingar og vinstri grænna þá hafa nöfnin fengið að fjúka líka
SvaraEyðaSjötta málsgrein í þessari ályktun flokkast undir ábyrgðarlaust hjal.
SvaraEyðaGestur H.
Þið skuluð ekki örvænta Framsoknarmenn. Eftir nokkur ar verður alveg hellingur af rikisfyrirtækjum til að gefa. Þa kemur gullfiskaminnið ykkur til goða. OG S hopurinn verður örugglega kominn aftur i Framsokn. Svo framsoknarmenn allra landa geta tekið gleði sina a ny. Og eitt er alveg vist að Finnur verður ekki siðastur i röðinni.
SvaraEyðaGrínplagg.
SvaraEyðaHvað voru annars margir á þessum fundi? Ef framsóknarflokkurinn hefur ekki dug til að leggja sig niður sjálfur verða kjósendur bara að sjá um það. Ekki málið.
Eftir öll þessi ár með ráðuneyti bankamála, eftir að hafa hækkað veðmörk á húsnæðislánum. Eftir svívirðilegustu spillingaráráttu sem um getur.
SvaraEyðaEftir að hafa grátbeðið sjálfstæðisflokk að hanga eitt kjörtímabil enn, með Bjarna Harðar sem límið.
Eftir allt þetta held ég að þessir átta framsóknarmenn á Akranesi ættu að fara aftur að stunda verðsamráð á grænmeti, eða einhverja aðra uppbyggilega framsóknarleið
Pússið skóna !
SvaraEyðavið kjósendur munum ekkert.
Dustið rykið af tækifærisræðunum.
Þið eigið loksins eftir að bjarga okkur íslendingum með Guðna og Valgerði í fararbroddi... og Finn Ingólfs bak við tjöldin.
Mikið hlakka ég til, loksins loksins fólkið í stjórn sem eitthvað kann veit og skilur !
eða.... bíddu voruð þið kannski í stjórn síðustu ára ?
Framsóknarflokkurinn er ekkert grín þó að yfirlýsingar núna séu hlægilegar, þið hafið kostað okkur meira í spillingu og peningum en nokkur annar flokkur og ættuð að hafa vit á að þegja.