þriðjudagur, 28. apríl 2009

Norræna módelið

Það er rætt um norræna velferðarstjórn.

Klassíska norræna módelið er hins vegar minnihlutastjórn miðjusæknari flokka, studd eða varin vantrausti af jaðarflokki til annað hvort hægri eða vinstri.

Ríkisstjórn Íslands ætti því samkvæmt því að vera samsett af Samfylkingu og Framsóknarflokki, varin falli af annað hvort Sjálfstæðisflokki eða Vinstri grænum.

Sá flokkur sem á mestan hag í því að kjörtímabilið vari full fjögur ár er Vinstri græn. Sá flokkur var að vinna sinn stærsta sigur og má frekar gera ráð fyrir að tapa fylgi í næstu kosningum, sama hvað gerist. Evrópusambandsaðildarumsókn er þannig þvert gegn hagsmunum flokksins.

Sá flokkur sem á mestan hag í því að kjörtímabilið verði sem styst er Sjálfstæðisflokkurinn. Hann var væntanlega að ganga í gegnum sinn stærsta ósigur og mun án efa að einhverju leyti ná vopnum sínum á ný.

Það ætti því að vera Sjálfstæðisflokknum kappsmál að vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið sem fyrst. Þannig aukast líkurnar á því að kjörtímabilið vari skemur. Reyndar þyrfti flokkurinn væntanlega líka að verða stuðningsflokkur aðildar þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu því stjórnarskrárbreytingar og nýrra kosninga gerist einungis þörf ef aðildarsamningur er samþykktur.

Sjálfstæðisflokknum ætti líka að vera kappsmál, í ljósi stefnumála sinna fyrir kosningarnar að draga úr möguleikum Vinstri grænna á ríkisstjórnarsetu.

Strategískt og taktískt ætti það því að vera Sjálfstæðisflokknum, sem eina jaðarflokknum til hægri eftir brotthvarf Frjálslynda flokksins, kappsmál að bjóða fram þennan valkost.

En tæpast er ástæða til að halda niðri í sér andanum hvað það varðar.

4 ummæli:

  1. Sæll Friðrik,
    Er það ekki svo að skv. norræna módelinu, þá þyrfti Framsóknarflokkurinn að gefa upp hvaða blokk hann tilheyrði, hægri eða vinstri?

    SvaraEyða
  2. Það er ekkert norrænt við framsóknarflokkinn.

    Hann hefur líka svikið sín gömlu gildi.

    SvaraEyða
  3. Sælir

    já ég sá ekki alveg þessa áherslupunkta hjá Framsókn - orðin "Norrænt velferðarkerfi" koma ekki oft fyrir í auglýsingum Framsóknar. Hvers vegna heldur þú þá að fólk hafi ekki kosið Framsókn í meiri mæli? Mér finnst klárt að þjóðin vilji færa sig nær hinum Norðurlöndunum og valdi meira "Norrænt velferðarkerfi" í þessum kosningum. Fyrir mína parta var þetta ekki alevg nógu afgerandi með ESB málin en það er í höfn sýnist mér - þrátt fyrir fjölmiðlafárið og getgáturnar.

    Ægir

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.