sunnudagur, 9. mars 2008

ESB: fimm stig sorgar

Eftir umræður undanfarinna daga, og þá sérstaklega Silfur Egils í dag, komu upp í huga mér fimm stig sorgarinnar og hvernig þau gætu átt við hugsanlega aðild Íslands að ESB (eða ekki):

Afneitun: Málið er ekki á dagskrá.
Þunglyndi: Já en..., málið er ekki á dagskrá!
Samningaviðræður: Má bjóða svissneskan franka? Norska krónu?
Reiði: Málið er ekki á dagskrá!!!
Sátt: Í ljósi breyttra hagsmuna, er eðlilegt að sækja um aðild. En við höfum líka alltaf sagt það... þ.e. í ljósi breyttra hagsmuna gætum við hugsanlega, kannski þurft að sækja um aðild – þ.e. mögulega, að teknu tilliti til allra þátta, eftir að allir kostir hafa verið vegnir og metnir, þ.m.t. á vísindalegan hátt!

1 ummæli:

 1. Fyrst þú byrjaðir...

  1. Við viðurkennum að við höfum ekki stjórn á gjaldmiðlinum. Að gjaldmiðilinn hafi vald yfir okkur.

  2. Við trúum því að æðra máttarvald geti reist okkur við.

  3. Við ákveðum að færa líf okkar á hönd hins æðra máttarvalds.

  4. Við horfum á sjálf okkur, kosti og galla, með gagnrýnum augum, því eigi er um skammtímalausn að ræða og hvorki norsk króna né svissneskur franki geta rétt okkur af.

  5. Viðurkennum í aðildarviðræðum og gagnvart sjálfum okkur hvar vandi okkar liggur.

  6. Við erum tilbúin til að láta ESB reglur leiðrétta eigin rangindi.

  7. Einlæglega biðjum Seðlabanka Evrópu um betri vaxtakjör okkur og bönkum okkar til handa.

  8. Biðjum aðildarþjóðir afsökunar á dissi okkar í þeirra garð.

  9. Borgum okkar skerf af þróunarsjóðum.

  10. Höldum áfram að halda okkur á mottunni og fylgjast með plebbunum, svo þeir setji ekki allt á hvolf.

  11. Sinnum störfum okkar innan ESB af kostgæfni, svo allt megi til betri vegar færast hjá öðrum líka, m.a. með markvissri kennslu um góðverk kvótakerfisins.

  12. Sjáum allt í betra ljósi og hefjum trúboð meðal Norðmanna og Færeyjinga, svo olíulindirnar fylgi í kjölfar okkar.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.