Frú Valgerður Sverrisdóttir rifjar upp kosningaslagorð Framsóknarflokksins (og titil á smellnu kosningapopplagi!) í flunkunýjum pistli á heimasíðu sinni. Þar er fast skotið.
Í stuttu máli rifjar hún hvernig aðrir flokkar, og þ.m.t. velflestir kjósendur höfnuðu atvinnustefnu Framsóknarflokksins í síðustu kosningum. Nú væri annað hljóð komið í skrokkinn.
Þessi brýning Valgerðar er þó ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að frá því í síðustu kosningum hafa sumir þingmenn Framsóknarflokksins einnig verið á harðahlaupum frá þessum þætti kosningastefnuskráar flokksins. Það er og verður þannig bitist um meira og fleira en eingöngu afstöðuna til Evrópusambandsins innan Framsóknarflokksins á næstu vikum og mánuðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.