föstudagur, 7. nóvember 2008

Hvað er í gangi með IMF-lánið?

Á bls. 15 í Morgunblaðinu í dag, neðst í vinstra horni, er eftirfarandi frétt undir yfirskriftinni "Ísland fái lánið":

BRETAR styðja að Ísland fái lán
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum,
samkvæmt heimildum úr breska
fjármálaráðuneytinu. Fullyrðir
heimildamaður að Bretar hafi
ekki reynt að koma í veg fyrir að
Ísland fái lánið, né aðrar þjóðir.
Bretar styðji lánveitinguna, enda
sé þess ekki að vænta að úr neinum
málum leysist, fáist lánið ekki.


Það var og!

Gærdagurinn hófst á martraðar þjóðhagsspá Seðlabankans, en skömmu síðar var allt orðið logandi út af þeirri ósvinnu að hugsanlega gæti ICESAVE-deila haft áhrif á niðurstöðu IMF.

Samskipti við IMF voru komin í hnút!

"Við látum ekki kúga okkur" var haft eftir forsætisráðherranum, og sagðist hann frekar hætta við lánið hjá IMF en að láta það gerast.

Eitthvað hékk greinilega á spýtunni, því á hádegi var tilkynnt að afgreiðslu lánsins hjá IMF væri frestað fram yfir helgi. Sannarlega dramatískt, enda um líf og dauða íslensks efnahagslífs að tefla.

Nema svo kom þessi frétt um að það væri bið eftir viðbótarfjármögnun sem tefði afgreiðsluna hjá IMF. Ekki s.s. krafa breta og hollendinga um að lánið hjá IMF væri skilyrt.

Síðan kom þessi frétt, eða viðtal við Ólaf Ísleifsson, um að óliklegt væri bretar og hollendingar gætu stöðvað lánið innan IMF jafnvel þó þeir vildu.

Skv. forsíðu Fréttablaðsins í morgun er hins vegar komin upp pattstaða í málinu. Sú pattstaða er ekki vegna breta og hollendinga, heldur vegna þess að annað hvort er IMF að bíða eftir viðbótalánum, eða viðbótarlánveitendur eru að bíða eftir IMF!

Væri einhver til í að útskýra hvað er í gangi? Þessa atburðarrás er auðveldlega hægt að útskýra sem einhvers af eftirfarandi: smjörklípu, klúðurs eða móðursýki! Vonandi er raunveruleikinn annar.

6 ummæli:

  1. Er þetta ekki bara í samræmi við yfirlýsingar undanfarinna vikna? Mismunandi og misvísandi skilaboð allan liðlangan daginn! Held að bretar séu enn að segja eitt en gera annað - enda "The kings of diplomacy", segjast ekki standa í vegi fyrir láninu en eru í raun að setja kröfur um greiðslu Icesave reikninga fyrir lánið.

    SvaraEyða
  2. Seg mér eitt.
    Ekki trúir þú Bretum?

    Þú ert þó ekki það bláeygur, að trúa því liði, sem sagði okkar gæslumenn skjóta úr vélbyssum og fallbyssum á varnarlausa breska sjómenn?

    Þú heldur varla að þessir menn, sem segja Times trúverðugt og heiðarlegt blað, í hverju ítrekað hafa birst svoddan lyga,,fréttir" farað taka upp nýja siðu og fara að mæla satt og frómt???

    Nú hefur Brown fengið bold på tanden því að Skotar trúa honum nú betur en áður eftir að hafa ,,sigrað hryðjuverkaárasarmennina í Norðrinu" og því er algerlega útilokað með öllu, að þeir láti af hrottaskap gagnvart okkur.

    Því til jarteikna skal bent á umræðu im Makrílveiðar í ,,sameiginlegum" stofni og birtist í Fiskaren nýuverið.

    Þið ESB sinnar, ættuð að skammast ykkar niður fyrir allt að ljúga að íslendingum um, að þar verði hlé fyrir atgangi stórbokka og bulla á borð við Breta.

    ÞAð er nefnilega haugalygi eins og birtist í víðu samhengi í reynslubanka smærri þjóða í sambandinu smærri í skilningi fjármála og eða fjölda og atkvæða á ,,þingi" ESB.

    Miðbæjaríhaldið
    vonar innilega, að þú sért ekkki svo bernskur, að trúa svona bulli í Bretum

    SvaraEyða
  3. Mér er nokk sama um tjallann. Ég hef hins vegar meiri áhuga á því hvað mín eigin stjórnvöld eru að segja og ekki að segja. Punkturinn er fyrst og fremst sá að draga fram hið augljósa að það sem ráðherrar voru að segja og gefa í skyn í upphafi dags er ekki í samræmi við það sem þeir voru að segja í lok dags. Bretatilvitnunin úr mogganum gerir síðan lítið annað en að bæta í þann vinkil.

    SvaraEyða
  4. Hah, það hlaut að koma að því að Geir myndi byrja að ljúga í þversögn við sjálfan sig.

    Áður var það að enginn vildi lána okkur nema ef IMF kæmi að því og núna bíður IMF eftir öðrum lánveitendum?

    Held að það kunni að vera eins og stendur í sumum erlendum blöðum að mér er tjáð að IMF vilji Seðlabankastjórnina burt og alvöru endurskipulagningu á þeirri stofnun og ráðningarstefnu hennar.

    Sumir segja jafnvel að beðið sé um að Geir og Solla fari frá og ný stjórn taki við...sel það ekki dýrara en ég keypti það en þetta myndi allavega útskýra ýmislegt varðandi þetta lánastúss og leyndina í kringum það...

    SvaraEyða
  5. Getur verið að eitthvað sé til í því sem ég las í vikunni um stjórnarskipti í Stjórnarráðinu og Seðlabankanum sé það sem hangi á spítunni? Og það sé andstaða við slíkt hjá Fasistaflokki Íslands - og þess vegna séu ráðherrar þess óhugnarflokks að skrifa nýjar reglugerðir hægri vinstri, sér til varnar; til dæmis aukna herlögreglu til varnar þessum lýðræðisræningjum?

    SvaraEyða
  6. Sammála. Þetta er líka furðuleg fréttamennska. Í fréttum er haft eftir Geir H að töfin sé vegna þess að ekki sé búið að ganga frá aðstoð Norðurlanda ( sem reyndar hafa birst fréttir um að sé frágengin, höfð eftir Svía sem stýrir starfinu) en í sömu frétt segir Geir líka að einhverjir aðilar séu að vinna gegn því að Ísland fái lánið.
    Hvort er rétt? Bæði atriðin?
    Mér finnst furðulegt að fjölmiðlafólk skuli ekki spyrja manninn um þetta loksins þegar hann talar. Það er ekkert gert til að skýra hlutina, bara rekinn míkrófónn upp í geðið á honum og hann látinn masa sem síðan er birt án nokkurs samghengis eða útskýringa.
    Fjölmiðlafólkið okkar verður nú að fara að taka sig á.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.