sunnudagur, 16. nóvember 2008

Magnaður miðstjórnarfundur

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins í gær er án efa einhver magnaðasti flokksfundur sem ég hef setið. Þar dró engin neitt undan og engin afsláttur var veittur.

Niðurstaða fundarins er hins vegar krítskýr. Flokkurinn er á hraðferð til Evrópu, stefnan afdráttarlaus í öðrum málum og menn tilbúnir á þessum síðustu og verstu tímum að standa fastir fyrir á sínum prinsippum, m.a. hvað varðar atvinnu- og orkustefnu, fiskveiðistjórnun og aðkomu ríkisins að rekstri fjármálafyrirtækja, þ.e. að bankar eigi ekki að að vera í ríkiseigu.

Augljóst var jafnframt á þessum fundi að ungliðahreyfing Framsóknarflokksins, SUF, undir forystu Bryndísar Gunnlaugsdóttur, er að stimpla sig sterkt inn. Það liggja kynslóðaskipti í loftinu og ekki ólíklegt að þau skipti verði brattari en áður hefur verið fyrir séð.

Sumir hinna áður skilgreindu "augljósu valkosta" til forystu í flokknum eru a.m.k. ekki jafn augljósir og þeir hafa verið.

2 ummæli:

  1. Gott hjá ykkur, en er ekki gallinn að engin heilvita manneskja, vill kjósa Framsóknarspillinguna yfir sig aftur?

    Fyrir mína parta þá hef ég ekkert á móti Framsókn, og ég er mikið fyrir allskonar miðjumoð, en ég get ekki kosið flokk sem er ekki búin að losa sig við Guðna og Valgerði, og í hvert skipti sem maður sér Finn Ingólfs þá man maður hversu gjörspilltur flokkurinn er.

    Friðrik Tryggvason.

    SvaraEyða
  2. Friðrik Tryggva, Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið spilltur alla tíð, eða manstu eftir stjórnarárum Steingríms Hermannssonar? Ástsælasti forsætisráðherra sem ég man eftir (ég var 10 ára 1980 og man ekki lengra aftur).

    Í öllum stjórnmálahreyfingum sem vex fiskur um hrygg þrífst einhvern tíma einhver spilling, vegna þess að "misjafn er sauður í mörgu fé" og svörtu sauðirnir leita uppi staði þar sem er von til að komast til valda. Framsóknarflokkurinn hefur verið mjög oft þátttakandi í ríkisstjórnum síðan 1971, enda erfitt að mynda stjórn án þátttöku miðjuflokka.

    Ég er sammála þér um Finn Ingólfs, hann var því miður lakari en hann sýndist. Nú þurfum við að vinna að því að heiðarleiki sé höfuðatriði við þá einstaklinga sem við gerum að þingmannsefnum. Og standa við það sem Guðni sagði að hér eftir verði stjórnmálamenn að axla ábyrgð, þeir sem gera mistök eins og Bjarni Harðar víki sæti.

    Þetta er mjög mikilvægt. Álit landslýðs á stjórnmálamönnum hefur fallið gífurlega, við þurfum nýja stjórnmálamenn sem taka ábyrgð sína gagnvart kjósendum alvarlega í stað þess að hugsa um að koma sjálfum sér áfram.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.