miðvikudagur, 26. nóvember 2008

Nýjustu tölur

Það eru 28 dagar til jóla.

Skráð atvinnuleysi er komið upp í 6.558 manns skv. vef Vinnumálastofnunnar (25. nóv).

Gengi Evrunnar er komið í 180 krónur skv. Seðlabanka Íslands, var 166 krónur fyrir tveimur vikum síðan.

Gengi Evrunnar er komið í 265 krónur skv. Seðlabanka Evrópu, var 200 krónur fyrir tveimur vikum síðan. Athyglisvert er að tilkynning um lánveitingu IMF til Íslands, ásamt lánveitingu frá öðrum þjóðum hefur þannig haft neikvæð áhrif á gengi krónunnar á erlendum mörkuðum.

Fyrsti sunnudagur í aðventu er næstkomandi sunnudag.

Bandaríkjamenn halda þakkargjörðarhátíð núna á fimmtudaginn.

IMF hefur í dag (25 nóv.) birt "letter of intent" íslenskra stjórnvalda.

Það er sem sagt ýmislegt í gangi...

2 ummæli:

  1. Sæll.

    Ég vil endilega vekja athygli á því að skráðar tölur um atvinnuleysi eru ekki endilegar marktækar ef telja á þá sem misst hafa vinnuna. Fjölmargir eru á uppsagnarfresti og sjá enga von um atvinnu á næstunni. En þeir geta ekki skráð sig á atvinnuleysisskrá fyrr en fyrsta dag sem þeir eru launalausir. Þetta var mér sagt þegar ég ætlaði að skrá mig hjá Vinnumálastofnun, þar sem mér var sagt upp því mitt fyrirtæki var lagt niður um síðustu mánaðarmót.

    SvaraEyða
  2. Kíktu á gegni Evru og Pundsins gagnavart Sviss Franka og US$

    Þar sérð þú svona byrjun á hruni.

    Jörfagleðin er úti og dansinn í Hruna byrjaður í ESB.

    Var það ekki Merkel sú þýska sem agði á dögunum, að Þjóðverjar muni ekki geta EINIR haldið uppi Evrusvæðinu og er ekki the Litle Darling að draga hratt í land með að geta staðið við innistæðuábyrgðir Breta??????

    ESB ha Hvað.

    Ég tel okkur betur borgið með tvíhliða samning líkan því sem Svissarar gerðu. Ekkert afsal þjóðlegra réttinda og fullveldi tryggt.

    Hin leiðin er akkurat það, hin ógeðslega ,,Hin leið" sem lyktar af SÍS kerfinu gamla með öllu tilheyrandi, svona Gift í bæði íslenskri og danskri merkingu.

    Kveðjur
    Miðbaæjaríhaldið

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.