mánudagur, 16. mars 2009

Atvinnuleysi 10,5%

Sé á heimasíðu vinnumálastofnunnar að atvinnuleysið í dag er komið upp í 16.955 manns. Kynjaskiptingin er þannig að 10.774 karlar eru skráðir atvinnulausir og 6.181 kona.

Að baki hverju prósenti í atvinnuleysistölum eru u.þ.b. 1.620 manns. Atvinnuleysið hér er því komið upp í u.þ.b. 10,5%.

Á morgun mun fjöldin fara yfir 17.000. Með sama hraða verður fjöldin komin yfir 20.000 fyrir páska.

Hvar endar þetta?

4 ummæli:

  1. Í 15-20%, það hefur blasað við síðan í haust.

    SvaraEyða
  2. Hvað er stór hluti innflytjendur??

    Lifa á bótum og mæta 2 tímum fyrr í mæðrastyrksnefnd og einstæðar mæður með börn sín þurfa að mæta afgangi.

    SvaraEyða
  3. Hræðilegar tölur. Og það er fólk, fjölskyldur á bak við þær.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.