föstudagur, 20. mars 2009

Næsta ríkisstjórn

Það stefnir í að næsta ríkisstjórn verði samsett af Vinstri-grænum og Sjálfstæðisflokknum.

Það gerðist allavega síðast þegar að stjórnmálaflokkur skilgreindi sig sem valkostinn við Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar að þá fór sá flokkur beina leið í stjórnarsamstarf við þann flokk eftir kosningar.

Sporin hræða í þessum efnum, þ.a. þegar Steingrímur J. lýsir því yfir í setningarræðu á flokksþingi Vg að Vg og Sjálfstæðisflokkurinn séu "...pólarnir í íslenskum stjórnmálum" þá fæ ég netta deja vu tilfinningu.

Turnarnir tveir og allt það.

En það var að vísu annar flokkur og Vg vonandi hefur meiri heilindi en sá hafði á sínum tíma.

Þannig að kannski eru Vg ekkert á leið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum!

3 ummæli:

  1. er það ekki rökrétt að reina til fulls hver gétur farið í stjórn með dlista og svo má metast um hvar mesti skaðinn hlaust

    SvaraEyða
  2. Framsóknarflokkurinn verður allavega ekki í næstu ríkisstjórnum!

    SvaraEyða
  3. Varla ... maðurinn var að lýsa því yfir að höfuðmarkmiðið sé að halda Sjálfstæðisflokk frá völdum.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.