Undanfarna daga hef ég varið bæði að þeytast um kjördæmið á frambjóðandakynningarfundi og að sinna vinnunni þannig að lítið svigrúm hefur gefist til skrifta. Ég mun vonandi bæta úr því á næstu dögum.
Til fróðleiks set ég hins vegar inn hér nokkur þau atriði sem ég legg áherslu á:
...að settur verði á fót öflugur Endurreisnarsjóður í samvinnu við Lífeyrissjóði og Samtök atvinnulífsins til þess að fjármagna brýnar framkvæmdir, m.a. samgöngubætur og mannaflsfrek viðhaldsverkefni
... að sveitarfélögum verði tryggð sérstaklega ákveðið hlutfall fjármögnunar úr þessum sjóði til að kosta atvinnuskapandi verkefni í heimabyggð
... að gerðar verði skattkerfisbreytingar sem miði að aukinni skilvirkni, gagnsæi og sanngirni. Nauðsynlegar skattahækkanir vegna efnahagskrísunnar verði tímabundnar og bitni síst á þeim sem verst hafa kjörin.
...að höfuðáhersla verði lögð á að vinna bug á verðbólgu og lækka vexti. Skattastefna stjórnvalda taki mið af þessu markmiði.
...að undið verði ofan af Ohf-væðingu hreinna ríkisstofnanna.
...að vinna að framgangi skynsamlegra verkefnum sem verða til að auka atvinnu og verðmætasköpun í landinu.
...að gripið verði til aðgerða í gjaldmiðilsmálum þ.a. hér geti þrifist atvinnulíf og heimili með aðgangi að lánafjármögnun á eðlilegum vaxtakjörum.
...að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu í samræmi við ályktun flokksþings Framsóknarflokksins.
...að til framtíðar verði vísitala neysluverð leiðrétt til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar.
...að verðtrygging verði afnumin.
...að stimpilgjald veðlána verði afnumið.
...að tillögur Framsóknarflokksins um skuldaniðurfærslu verði teknar til alvarlegrar skoðunar í samvinnu stjórnvalda við hagsmunasamtök launþega og atvinnulífs. Teljist sú leið fær, verði hún farin. Það getur ekki talist þjóðhagslega hagkvæmt að mörg þúsund heimili og fyrirtæki fari í þrot.
...að helstu eftirlitsstofnanir á vegum ríkisins verði teknar til gagngerrar endurskoðunar og þær efldar og hlutverk þeirra endurskipulögð þar sem þar á við. Sérstaklega þarf að skerpa tilgang og valdheimildir stofnanna eins og Ríkisendurskoðunar, Umboðsmanns Alþingis, Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins.
...að einn eða fleiri af ríkisbönkunum verði seldur í hendur erlendum kröfuhöfum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.