föstudagur, 27. febrúar 2009

Þjóðfundur

Búið er að opna skoðanakannana-vefinn Þjóðfundur '09.

Þarna er um að ræða einskonar viðvarandi rauntíma skoðanakönnun á þessu hefðbundna eins og fylgi flokkanna, en einnig er hægt að kjósa um mál eins og hvort sækja eigi um aðild að ESB, afstöðu til ríkistjórnar og stjórnarandstöðu og þess háttar.

Svo er líka hægt að taka þátt í prófkjörum, t.d. um hver eigi að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvestur kjördæmi!

Hægt er að innskrá sig m.a. með facebook auðkenni.

Eftir að maður hefur skráð sig getur maður hvenær sem er farið inn á kerfið og kosið í öllum þeims atkvæðagreiðslum sem boðið er upp á - og hvenær sem er skipt um skoðun.

Þú telur hins vegar einungis sem eitt atkvæði, þannig að ef þú skiptir um skoðun að þá færist atkvæði þitt frá því sem þú kaust áður.

Bráðsmellið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.