sunnudagur, 8. febrúar 2009

Hitler forsætisráðherra?

Fyrst og fremst er þessi darraðadans kringum Seðlabankann sorglegur. Ég sé ekki hvernig hann leysir fjárhagsvanda heimilanna eða kemur atvinnulífinu aftur í gang.

Auðvitað þurfa hins vegar að verða breytingar á Seðlabankanum og yfirstjórn hans. Ekki ætla ég að leggja mat á bréf forsætisráðherra, en ekki átti það að koma neinum á óvart. Bankastjórnin hefði getað komið í veg fyrir það með því að taka sjálf frumkvæðið að afsögn. Að auki hef ég hef mínar efasemdir um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabankann sem ég mun koma að síðar en læt duga í þetta sinn að birta eftirfarandi úr bréfi formanns bankastjórnar Seðlabankans:

"Ráðherrann hefur sjálfur ásamt samráðherrum sínum margoft á undanförnum vikum notað orðalagið að nauðsynlegt sé "að hreinsanir eigi sér stað" í nánar nefndum embættum. Þetta orðalag tíðkaðist á tilteknum stöðum á síðustu öld og er ótrúlegt að ráðherrar noti slíkt orðalag gagnvart embættismönnum á Íslandi í upphafi 21. aldar."

Í þessu samhengi er ágætt að minnast færslu í dagbók fyrrverandi dómsmálaráðherra frá því fyrir rúmu ári síðan, en þar segir m.a.:

"...hefðu fréttamennirnir mátt rifja upp orðin, sem höfð eru eftir bandaríska heimspekingnum Leo Strauss: Umræðum eða deilum lýkur, þegar annar aðilinn tekur að líkja hinum við Hitler og nasista."

Er þetta þá ekki búið?

En kannski er það ekki tilvísunin hjá bankastjórnarformanninum. Kannski er hann að vísa til Radovans Karadzic eða Slobodan Milosevic, og þá hlýtur málið að horfa allt öðruvísi við!

Nú, eða kannski er bara hér um að ræða meinlaust líkingamál og ólíklegt að "...menn leggi slíkt líkingamál að jöfnu við að kenna verk eða skoðanir manna við Hitler."

Þetta basl er öllum til minnkunar. Eitthvað verður undan að láta og ég vona að það verði ekki land og þjóð.

7 ummæli:

 1. er ekki líklegra að hann hafi átt við Sovétríkin, þar áttu nefnilega sér stað annsi viðamiklar pólitískar hreinsanir á sínum tíma.

  SvaraEyða
 2. Ég held reyndar að umfangsmestu hreinsanir á tuttugustu öldinni hafi verið framkvæmdar heldur austar en í Þýskalandi.

  En burtséð frá Seðlabankastjórum (sem eru jú fleiri en einn), þá er skrýtið að fylgjast með ráðherrum skáka ráðuneytisstjórum til og frá eftir geðþótta sínum.

  Hvar eru samtök opinberra starfsmanna þá?

  SvaraEyða
 3. Þetta er þá Stalín forsætisráðherra? Það er náttúrulega allt annað og mun smekklegra!

  SvaraEyða
 4. ég veit ekki... fyrir mér er Davíð holdgervingur alls þess sem klikkaði í íslensku samfélagi og kom okkur í þessi spor sem við erum í núna. Mér finnst þetta ástand skrifast á hann sem forsætisráðherra og seðlabankastjóra og einhverju leiti vegna þeirrar umgjarðar sem hann stuðlaði að og skóp. Í þessari umgjörð fengu menn að hegða sér óábyrgt og niðurstaðan er október '08.
  Að hann skuli ekki fara frá sóma síns vegna segir í raun allt um þennan mann.

  Kveðjur

  Ægir

  SvaraEyða
 5. Hvað er smekklegt og hvað er ekki smekklegt? Hversu smekklegt er það að lýsa því yfir að það þurfi að hreinsa til í stjórnkerfinu?

  Hversu smekklegt er það að skáka ráðuneytisstjórum til og frá eftir geðþótta ráðherra?

  Allt til að þóknast vinstri ráðherrum sem eiga að sitja 80. daga í boði Framsóknarflokksins.

  SvaraEyða
 6. Hversu smekklegt er það að halda þjóð sinni í gíslingu??? Taka flokk sinn og völd framyfir heill lands og þjóðar??????????????????????

  SvaraEyða
 7. Ég held að "hreinsarirnar" sem áttu sér stað 1900ogeitthvað í Rússlandi hafi ekki innifalið árslöng starfslokalaun og sposlur. Við erum ekkert að líkja væntanlega ríflegum starfslokasamningi pólítískra bankastjóra saman við ferð í gúlagið er það?

  Sérstaklega ekki þegar hugsanleg starfslok eru byggð á lýðræðislega fram lögðu frumvarpi á Alþingi, ha? Það er nefnilega ekki búið að reka nokkurn einasta mann. Ef frumvarpið verður samþykkt, eða eitthvað í líkingu við það, þá er ansi erfitt að gagnrýna nokkurn skapaðan hlut. Nema helst hvað þetta virðist ætla að taka langan tíma.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.