sunnudagur, 1. febrúar 2009

Phileas Fogg og ippon Össurar

Það er full ástæða til að óska nýjum forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, velfarnaðar í starfi. Phileas Fogg fékk 80 daga til að fara í kringum veröldina - Jóhanna fær 80 daga til að endurreisa Ísland. 

Það vakti athygli mína að helmingur ráðherra samfylkingarinnar eru þær ágætu stöllur úr Þjóðvaka sáluga, fyrrnefnd Jóhanna og svo Ásta Ragnheiður - fyrrum pólitískur samferðarmaður minn í Framsóknarflokknum. Kristján Möller er þarna áfram og svo orkuboltinn Össur Skarphéðinnsson.

Vinur minn úr Samfylkingunni útskýrði fyrir mér að þessi ráðherrasamsetning væri sérstaklega athyglisverð fyrir þær sakir að þau væru öll úr Össurar-armi flokksins. Klassískir kratar.

Hm. Ég þarf að fá það nánar útskýrt afhverju það er athyglisvert.

3 ummæli:

  1. Santiago réri í 84 daga án þess að fá fisk. Vona að Jóhönnu gangi betur

    SvaraEyða
  2. Því miður er líklegt að ferð Jóhönnu verði líkari þeirri sem farin var niður um gíg Snæfellsjökuls og kom upp í ESB

    SvaraEyða
  3. Henni mun ekki ganga ver en Santiago. Og þegar hákarlarnir hafa hakkað fiskinn í sig verður sverðið eftir.

    Ég treysti heilagri Jóhönnu til að reka það í gegnum rétta ódáminn.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.