miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Snilld!!!

Á þessum síðustu og verstu þarf oft ekki mikið til að gleðja mann og kæta. Sérstaklega þegar það kemur úr óvæntri átt.

Yfirlýsing viðskiptaráðuneytisins frá því fyrr í dag um möguleg málaferli, og þó ekki, er tær snilld. Sérstaklega þar sem segir:

"Fyrri ríkisstjórn ákvað jafnframt að kanna aðra möguleika til málshöfðunar, m.a. fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki breytt þeirri ákvörðun og enga ákvörðun tekið um að höfða slíkt mál fyrir þeim dómstóli eða öðrum."

Núverandi ríkisstjórn hefur sem sagt ekki ákveðið að gera ekki neitt. Hún hefur hins vegar að sama skapi ekki heldur ákveðið að gera eitthvað, eða ef út í það er farið, ekki ákveðið að ekki gera ekki neitt!

Sir Humphrey Appleby myndi fyllast stollti!

1 ummæli:

  1. Þumall upp fyrir að nefna Appleby.

    Persónulega hef ég staðið í þeirri trú að ríkisbatteríið virki nákvæmlega eins og það kemur fram í Minister þáttunum góðu. Undanfarin 15 ár (tíminn frá því maður fór að fylgjast með) hafa ekki enn sýnt mér fram á annað !

    Örn Ingvar

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.