sunnudagur, 22. febrúar 2009

Hvaða verktakar?

Í þessari frétt á ruv.is er sagt frá því að Ögmundur heilbrigðisráðherra telji "að sá fjárhagslegi ávinningur sem forveri sinn segist hafa náð fram í heilbrigðisgeiranum hafi verið byggður á óljósum markmiðslýsingum sem verktakar unnu fyrir hann. Það eina sem sé handbært séu reikningar sem þeir sendu ráðuneytinu. "

Ögmundur gagnrýnir forvera síðan enn frekar, en það sem mig fýsir að vita er hvaða verktakar voru þetta? Ennfremur væri gaman að vita hvernig þeir voru valdir til verksins, hvaða sérþekkingu þeir höfðu fram að færa til þess og síðast en ekki síst, hversu háir eru reikningarnir.

Ætli Ögmundur, eða Guðlaugur Þór, séu ekki til í að upplýsa það? Svona í nafni opinnar stjórnsýslu og aukins gegnsæis?

Mikið væri það jákvætt ef góð og gild svör væru við þessum spurningum.

4 ummæli:

 1. Er ekki líka spurning að svonar skýrslur séu gerðar opinberar? Heilbrigðiskerfið og hvernig á að fara með það hlýtur að vera eitt af stóru málunum í kosningunum.

  SvaraEyða
 2. Get alveg sagt þér það...Fyrirtækið heitir Reykjavík economics ehf og er í eigu Magnúsar Árna Skúlasonar, sem er btw góðvinur Sigmundar formanns þíns. Sá hinn sami var einnig að makka með Róberti Wess í tilraunum hans við að taka yfir heilbrgiðsstofnun suðurnesja, allt við vilja Gulla.
  Heimasíðu fyrirtækisins var reyndar lokað eftir að ríkisstjórnin fyrri sprakk, en slóðin var http://reconomics.is/. Googlaðu bara Reykjavík economics og þá koma einhverjar slóðir, en það er búið að loka þeim öllum. Kallað að fela slóðina, Gulli er jú að fara í prófkjör...

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus 1: Í dag hlýtur krafan að vera að flest svona sé gert opinbert. Heilbrigðismálin eru alltaf í miklum pólitískum fókus enda einn stærsti einstaki kostnaðarliður ríkisins.

  Nafnlaus 2: Æi hlífðu mér! Hefurðu heyrt um server-hrun? Prófaðu að tékka aftur á morgun, eða hinn og ætli reconomics. is verði kokmið aftur á stjá. Þar sem ég þekki Magnús hringdi ég í hann og spurði út í þessa fullyrðingu og hann sagði að fyrirtæki hans hefði séð um stefnumótunardag fyrir Heilbrigðisráðuneytið sumarið 2007. Búið!

  SvaraEyða
 4. Nafnlaus2. Þetta var nú bara það sem mér var sagt og hafi ég haft rangt fyrir mér, þá biðst ég afsökunar, held nú reyndar að þessi vinur þinn sé ekki alveg að segja þér satt. Það verður hins vegar gaman að sjá þegar ömmi birtir reikningana korteri fyrir kosningar.

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.