miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Þingstörfin framundan

Nú liggur fyrir að líklega verða breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands samþykktar í þriðju og síðustu umræðu á Alþingi á morgun.

Þau verða líkast til hraðsend til Forseta lýðveldisins til staðfestingar og forsætisráðherra mun setja nýja menn í embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra nú á föstudaginn.

Þar með mun þessum kafla verða lokið.

Nýr og mun athyglisverðari kafli mun hins vegar hefjast næsta mánudag.

Þá má gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn byrji að setja inn lagafrumvörp og þingsályktunartillögur byggðar á þeim efnahagstillögum sem flokkurinn kynnti sl. mánudag.

Tillögur sem forystu menn stjórnarflokkanna gáfu lítið fyrir á blaðamannafundi sínum í gær.

Tillögur sem verðandi formaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir.

Þannig að í næstu viku megum við búast við því að þingið hefji afgreiðslu á frumvörpum sem verða lögð fram af fulltrúum þess flokks sem ver þá ríkisstjórn vantrausti. Sú ríkisstjórn mun leggjast gegn samþykkt frumvarpanna, en þau munu hljóta meirihlutasamþykkt á Alþingi í krafti stuðnings stjórnarandstöðunnar.

Athyglisvert, ekki satt?

2 ummæli:

 1. Er þetta ekki bara í anda þrískiptingu valdsins? Alþingi setur lög og ríkisstjórnin fer með framkvæmdarvaldið.

  Það grátlega við þetta allt er að svo verða kosningar og þá fáum við ráðherravaldið aftur yfir okkur og ekkert breytist.

  SvaraEyða
 2. Kæri Jón, (Mig hefur alltaf langað að byrja bréf með þessum hætti, sorry)

  Framkvæmdavaldið er hjá ráðherrum en ekki ríkisstjórninni í heild.

  Rétt þískipting valds skiptir of miklu máli til að vera miskilin.

  Kveðja,
  -Stefán

  SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.