mánudagur, 19. janúar 2009

Buiter og Mea Culpa Framsóknarflokksins

Í frétt mbl.is af fundinum með  Willem H. Buiter, prófessor í evrópskri stjórnmálahagfræði við London School of Economics, í Háskóla Íslands í dag, er haft eftir honum "...að einkavæðing íslensku bankanna hafi misfarist á þann hátt að engin virk löggjöf hafi verið til staðar til að hefta vöxt þeirra.  Að öðrum kosti hefðu þeir aldrei vaxið í 900% af landsframleiðslu."

Þetta fellur vel að Mea Culpa Framsóknarflokksins sem fram kemur í "Ályktun um stjórnmála- og efnahagsástandið"  og samþykkt var undir lok flokksþings:

"Á undanförnum árum virtist hér ríkja mikið umbreytinga- og framfaraskeið þar sem kraftar óbeislaðs athafnafrelsis nutu sín til hins ýtrasta. Á þeim tíma brást Framsóknarflokkurinn í því hlutverki að tryggja að laga- og reglugerðaumhverfi, ásamt uppbyggingu nauðsynlegs aðhalds og eftirlits, m.a. með sterkum og faglegum eftirlitsstofnunum, samræmdist vexti viðskiptalífsins. Frelsi fylgir ábyrgð, en ábyrgðinni var ábótavant. Úr því verður að bæta."

3 ummæli:

  1. Fínt! en fyrst þið eruð að vitna í Ályktanir ykkar af flokksþinginu hvernig getur það staðist að einungis tveimur dögum eftir að Sigmundur Davíð og þið hin samþykkið að leggja í aðildarviðræður skuli hann leyfa sér að telja umsókn að Evrópubandalaginu ekki brýna. Eru þessar ályktanir ykkar Framsóknarmanna ekki frekar tilgangslausar? Eða er hann búinn að snúa á ykkur?

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus, þetta er ekki rétt hjá þér. umsókna að ESB er ekki það brýnasta akkúrat núna. Innganga í sambandið á ekki eftir að breyta neinu úr því sem komið er. Það eru engar töfralausnir, ekki einusinni ESB. Fyrst verðum við að þrífa upp skítinn eftir okkur hérna heima.

    SvaraEyða
  3. Afhverju getið þið ekki bara viðurkennt að þið klúðruðum málunum - í stað þess að vitna í orð sem engar aðgerðir fylgdu? Það gerir ykkur meira ógagn að ætla að reyna moka yfir skítinn eins og púðluhundur heldur en einfaldlega að viðurkenna óstjórn ykkar og vafasamar "quid pro quo" valdhefðir...

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.