Í síðustu færslu setti ég fram nokkrar athugasemdir og spurningar við framgöngu mótmælenda á gamlársdag. Einn mótmælenda, að vísu undir nafnleynd og einungis með tengingu á vefritið Nei, svarar mér nokkuð ítarlega í kommentakerfinu og í nafni lýðræðislegrar umræðu endurbirti ég það hér í meginmáli, þó ekki taki ég undir allar þær skýringar sem þar koma fram:
"Ef mótmælendur hefðu getað brotið sér leið inní salinn þar sem foringjarnir sátu, hvað hefði gerst þar? Hefðu þeir bara stoppað, sest niður og sungið nallann aftur, eða hefðu þeir ráðist að valdstjórninni í adrenalínrússi?"
Ef mótmælendur ætluðu sér að meiða ráðamenn, þá væru næg tækifæri til þess annars staðar.
"Hefðu þessir sömu mótmælendur brætt og brennt kappla RÚV hefðu þeir verið við þessa útsendingu? Var þetta meira ásættanlegt af því að hér var “baugsmiðill” á ferð? Var þetta kannski á einhvern hátt gott á Jón Ásgeir?"
Án þess að ég geti talað fyrir alla: Já, já, já. Tilgangur mótmælanna var að trufla/stöðva útsendingu. Það að bræða kaplanna þjónaði þeim tilgangi.
"Þarna þurfti tæknifólk við vinnu sína að slást við mótmælendur til að vernda vinnuna sína! Skaut það ekki skökku við? Ekki var Stöð 2 að reyna stöðva mótmælin – kryddsíldin stefndi í að verða markeruð af mótmælunum á mjög athyglisverðan hátt."
Fyrir það fyrsta er þetta rangfærsla, ekki var reynt að ráðast á tækin. En þar fyrir utan: Fólk á ekki að vernda vinnutæki sín, það er í verkahring lögreglunnar. Fólk er ekki vinnan sín. Tækin þeirra eru ekki börnin þeirra. Fólk í vinnu ætti einfaldlega að halda sig til hlés, það fær samt borgað. Mér þykir leitt að þessi tæknimaður hafi verið kýldur, en eins og sést greiðlega á fréttamyndum Stöðvar 2, þrátt fyrir ógeðfelldan áróður Ara Edwalds útrásarvíkings og Loga Bergmanns þræls hans, þá voru mótmælendur eingöngu að reyna troða sér inn. Maður sér eingöngu ýtingar á þessum myndum. Kannski fékk Jóhann olnbogann í augað frá einhverjum vini sínum, því starfsfólk hótelsins og tæknimenn virtust ganga mun harðar fram en mótmælendur.
"En með því að skjóta sendiboðann – þ.e. að takast að stöðva útsendinguna – skutu mótmælendurnir sjálfa sig í lappirnar."
Ég er sammála þér þar. Þetta hefði verið betra án þess að stöðva útsendingu. Ef lögreglan hefði ekki gasað okkur í burtu hefðum við getað haldið því áfram. En fyrst þeir gerðu það, var jafngott að stöðva útsendinguna alveg.
"Hver var í forsvari fyrir mótmælendahópinn? Var yfirhöfuð eitthvað hægt að tala við þennan hóp?"
Enginn svo ég viti. Hvað meinarðu "tala við þennan hóp"? Þetta var sneiðmynd af þjóðinni, þarna var fólk á öllum aldri. Ég sat við hliðina á örugglega sextugri konu. Þarna var fjölskyldufólk sem skildi börnin eftir heima til að mótmæla ráðamönnum. Þarna var fjölskyldufólk með börnin með sér að styðja aðgerðirnar úr fjarlægð. Það hafa verið næg tækifæri til að tala við þennan hóp en það eina sem við höfum fengið er hroki, skítkast og þagnarveggur.
"Voru þetta bara skrílslæti dulin sem mótmæli? Hasar hasarsins vegna?"
Nei. Þetta var pólítísk aðgerð. Athugum hverjir voru þarna. Valgerður Sverridóttir, sem gaf vinum sínum banka. Ingibjörg Sólrún, sem býr til 1.5 milljarðs kostnaðarlið, "varnarmál", sker hann niður um þriðjung og kallar milljarðinn sem stendur eftir góðan niðurskurð. Klykkir svo út með að ráða vinkonu sína sendiherra. Geir. Nema hvað hann komst ekki inn, því honum seinkaði við að segja okkur í áramótaávarpi sínu að það hafi verið mikil veðursæld síðastliðið sumar.Guðjón og Steingrímur. Lyddur sem vilja taka þátt í "lýðræðislegum umræðum", innilokaðir í herbergi, drekkandi bjór í boði Rio Tinto Alcan. Rio Tinto Alcan ku vera spilltasta fyrirtæki í heimi, og er ábyrgt fyrir Kárahnjúkum sem var að mati erlendra sérfræðinga það sem hleypti bólunni af stað.Þetta fólk á að skammast sín, það á allt að segja af sér, það á ekki að voga sér að berast á í einhverjum montþætti sem eiga að heita "lýðræðislegar umræður". Þetta er ekki lýðræði, þetta er skrum.
>Fólk er ekki vinnan sín
SvaraEyðaþarna datt ég út
Fyrst mótmælandinn gagnrýnir rangfærslur, þarf að leiðrétta hann líka:
SvaraEyðaRio Tinto Alcan kom og kemur ekki nálægt Kárahnjúkum !!!!!!
það er grundvallaratriði að þekkja muninn á Alcoa og Rio Tinto, þótt bæði séu skítafyrirtæki, er töluverður munur þarna á. Svo var það Landsvirkjun sem á, rekur og byggði Kárahnjúkavirkjun.
Ok, skil það. En voru Kárahnjúkar það sem hleypti bólunni af stað? Þúfan sem velti hlassinu?
SvaraEyðaÞað er alveg ótrúlegt að lesa svona rugl. Það sem getur oltið útúr fólki við að réttlæta skrílslæti sín. Ég er alltaf jafn undrandi yfir langlundargeði lögreglunnar. Ég er einn af þeim sem hef misst vinnuna vegna þess ástands sem hefur skapast í þjóðfélaginu í dag og ætti þess vegna að vera æfur yfir því. En ég verð að segja eins og er að ég hef megnistu andstyggð á þessum skrílslátum sem hafa skyggt á friðsamleg mótmæli. Það er nóg að maður hafi misst vinnuna þó að maður sé ekki líka að borga skemmdir eftir einhvern skríl út í bæ. Því að ég kem til með að borga þetta sem neytandi á einn eða annan hátt.
SvaraEyðaStefán
Af hverju höfum samþykkjum við nafnlaus skrif og komment?
SvaraEyðaEr ekki kominn tími á það að við krefjum alla sem vilja eiga aðild að lýðræðislegum vettvangi um að mæta undir réttu nafni og með óbyrgð andlit?
Benedikt . Er það ekki full fasískt að krefja alla um nafn og mynd ef það ætlar að tjá sig. Það eru skrifin sem gilda .
SvaraEyðaÉg þekki einn sem tjáir sig nafnlaust og hann vinnur í hárri stöðu í banka . Nafnleysingjar eru ekki "bara" hugleysingjar.
Síðan vil ég benda fólki á að þetta er snilldarbragð ríkisstjórnarinnar og lögreglunnar um að aðhafast lítið sem ekkert þegar réttlát reiði brýst út . Þannig fær lögreglan samúð og er sökuð um ræfilshátt. En síðan fá þeir skipun um hámarksviðbrögð við réttlátri reiði meginhluta þjóðarinnar og þá fær hún mun minni gagnrýni. Jafnvel lofuð í bak og fyrir. Fólk á að sjá í gegnum svona .
Ég Wikipedaði Rio Tinto og er engu nær því að skilja hver er bestur.
SvaraEyðaÉg vil meiri og skiljanlegri upplýsingar.
Getið þið sem hafið orku til mótmæla ekki sett liðin í Búning svo við almenningur skiljum um hvað er talað?
Kveðja, Káta