mánudagur, 12. janúar 2009

Framboðskynning í kvöld á Akranesi

Samhliða bæjarmálafundi Framsóknarfélags Akraness í framsóknarhúsinu við Sunnubraut í kvöld mun fara fram frambjóðendakynning.

Frambjóðendum til forystusæta flokksins sem kosið verður í á flokksþinginu um næstu helgi hefur verið boðið í heimsókn og hafa eftirtaldir frambjóðendur nú þegar staðfest komu sína:

Frambjóðendur til formanns:

Höskuldur Þórhallsson, alþingismaður

Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, skipulagshagfræðingur

Frambjóðendur til varaformanns:

Birkir Jón Jónsson, alþingismaður

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður

Frambjóðendur til ritara:

Eygló Harðardóttir, alþingismaður

Sæunn Stefánsdóttir, sérfræðingur

Fundurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld, mánudagskvöldið 12. janúar 2009 og er öllum opinn.

2 ummæli:

  1. Þú verður að fyrirgefa, en ég skil ekki fólk sem getur stutt Framsóknarflokkinn eftir allt sem á undan er gengið. Þó svo það verði skipt um nokkra toppa þá breytir það því ekki að flokkurinn hefur verið þvílíkt spillingarafl í íslensku þjóðlífi að það hálfa væri nóg. Þessi flokkur hefur kostað þjóð sína gríðarleg verðmæti og sér ekki fyrir endan á því öllu sman. Hvað fær fólk til að halda áfram að styðja við svona lagað? Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn og núna bið ég þjóðina afsökunar á dómgreindarskorti mínum í það skiptið.

    SvaraEyða
  2. Þetta verður eflaust mjög áhugaverður og vonandi skemmtilegur fundur. Forvitnilegt að vita hvort Páll mun koma jafn sterkur frá þeim fundi og hann gerði á Reykjanesi. Þú flytur okkur fréttirnar.

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.