þriðjudagur, 20. janúar 2009

Ályktun

Ég má til með að vekja athygli á Ályktun um stjórnmála- og efnahagsástandið sem afgreidd var undir lok flokksþings Framsóknarflokksins síðastliðin sunnudag. 

Upphaflega var þetta hefðbundinn stjórnmálaályktun, en tók hins vegar nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Hún hefst á þessum orðum:

"Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum í efnahagsmálum.  Fall krónunnar, hrun bankanna og gríðarleg skuldsetning vegur að undirstöðum þjóðarbúsins. Staða atvinnulífsins og þorra heimila í landinu er ógnvænleg.

Stjórnmálin hafa brugðist. Traust er af skornum skammti.

Við þessar aðstæður er brýnt að brugðist verði við með ábyrgum, en jafnframt afgerandi hætti. Þörf er á metnaðarfullri aðgerðaáætlun þar sem tekið er á bráðavanda heimilanna og atvinnulífsins, jafnframt því sem slík aðgerðaáætlun verður að varða leið til lengri tíma."

Í ályktuninni er jafnframt lagt til slíkrar aðgerðaráætlunnar, en hvatt er til þess að hún verði unnin nú á næstu dögum og vikum í samráði við aðila vinnumarkaðar og lífeyrissjóðina. M.a. er lagt til að settur verði á laggirnar sérstakur tímabundinn Endurreisnarsjóður, sem m.a. byggir á hugmynd Halls Magnússonar frá því fyrir flokksþing.

Ályktunin ber skýrt með sér að Framsóknarflokkurinn er flokkur aðgerða.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.