laugardagur, 24. janúar 2009

Hagur Sjálfstæðisflokksins...

...er að falla úr ríkisstjórn. Annars munu væntanlegar kosningar snúast um fortíðina og það að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í ríkisstjórn, breytist öll dínamík kosningabaráttunnar og kosninganna sjálfra.

Flokkurinn fær þá tækifæri til að endurnýja sig í skjóli vinstristjórnar og getur frekar stillt sér upp sem valkosti hvað varðar framtíðarstefnu þjóðarinnar. 

Kosningarnar munu þá geta snúist um mismunandi sýn flokkanna allra og annarra framboða á framtíð Íslands og hvert skal stefna.

Að þessu leyti gætu hagsmunir flokksins og hagsmunir þjóðarinnar farið saman. Hagsmunir allra framboða. 

Fortíðina þarf að gera upp, en það er framtíðin sem skiptir öllu máli.

3 ummæli:

  1. Haltu áfram að láta þig dreyma vota drauma um að Framsókn hjari við.

    Kosningar eru allt annað en skoðunarkönnun með innan við 50% svarhlutfall.

    Þið eruð enn með Finn og Ólaf í Spaugstofunni. Þjóðin gleimir ekki svo glatt þjófum.


    Jón Hreggviðsson stal reipi, hanns er enn minnst.

    Mibbó

    SvaraEyða
  2. Þegar upp er staðið þá snýst þetta allt um hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og eigenda hans.

    SvaraEyða
  3. Friðrik, þarna hefur þér ratað rétt á munn. Það eina sem getur/gæti bjargað Sjálfstæðisflokknum er að geta sýnt fram á að "hinir" hafi klúðrað málum eftir að hafa verið við stjórnvölinn um stund. Það myndi svo auka trú kjósenda á að Sjálfstæðismenn væru þeir einu réttu til að taka við og leiða þjóðina áfram. Til þess að þetta nái fram að ganga þurfa þeir að fara frá og koma hinum til valda, þeirra hag væri samt betur borgið ef þeir 'yrðu' að fara frá heldur en að þeir færu sjálfir frá. Nú þurfa þeir að láta 'þröngva sér' frá....

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.