föstudagur, 23. janúar 2009

Samtök Atvinnulífsins

Nú í morgunsárið munu Samtök atvinnulífsins kynna tillögu að aðgerðaáætlun undir yfirskriftinni "Hagsýn, framsýn og áræðin atvinnustefna."

Með þessu taka samtökin undir ályktun Framsóknarflokksins um stjórnmála- og efnahagsástandið frá því á flokksþingi. Verulegan samhljóm má og finna með því sem kemur fram í skýrslu samtakanna og sumt hreinlega eins og það sé tekið beint upp úr fyrrum, og væntanlega framtíðar, kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins.


Í tillögum samtakanna er jafnframt kallað eftir því að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði settur á laggirnar Framkvæmdasjóður Íslands með fé til ráðstöfunar upp a allt að 75 milljarða. Í þessu er aftur samhljómur með ályktun framsóknarmanna, þó þar hafi metnaðurinn verið öllu meiri, eða upp á 100 milljarða.

Hér er niðurlag skýrslu samtakanna:

Í s l a n d á r i ð 2 0 1 5

Þær tillögur sem hér eru settar fram af Samtökum atvinnulífsins um hagsýna,

framsýna og áræðna atvinnustefnu geta snúið vörn í sókn verði þeim hrint í

framkvæmd. Sé rétt á málum haldið, er framtíð íslensks efnahagslífs öfundsverð.

Árið 2015 gæti einkennst af eftirtöldum þáttum:

• Sköpuð hafa verið 20 þúsund störf frá hruni fjármálakerfisins árið 2008

• Íslendingar búa við aukinn stöðugleika með nýrri mynt.

• Verðbólga er svipuð og í samkeppnislöndum, launabreytingar hóflegar og kaupmáttur eykst.

• Meiri fjölbreytni er í íslensku atvinnulífi en nokkru sinni. Öflug íslensk alþjóðafyrirtæki hafa eflt starfsemi sína, útflutningsfyrirtæki eflst með

auknum stöðugleika í gengi og umhverfi nýsköpunar hefur styrkst.

• Íslenskt atvinnulíf býr við trausta stjórnarhætti og einfalt en traust regluumhverfi.

• Atvinnuleysi er svipað og var 2004 og minna en í flestum ríkjum Evrópu.

• Eftir að kröfuhafar íslensku bankanna komu að rekstri þeirra hefur það eflst og íslenskt atvinnulíf býr við vaxandi traust á erlendum fjármálamörkuðum.

• Bankakerfið er að meginstofni til í eigu innlendra og erlendra fjárfesta.

• Skuldir ríkisins hafa lækkað verulega og eru svipaðar og að meðaltali í evruríkjunum.

• Hlutabréfamarkaðurinn hefur eflst og er markaðsverðmæti hlutabréfa orðið jafnhátt og landsframleiðsla

• Íslenskir lífeyrissjóðir eru áfram í fremstu röð.

• Meiri fjölbreytni er í stjórnum og stjórnun fyrirtækja sem eflt hefur íslensk fyrirtæki.

• Opinber rekstur hefur verið einfaldaður sem skilar sér í betri nýtingu skattfjár

• Áætlanir í ríkisbúskapnum eru gerðar til þriggja ára í senn sem skapar aukinn stöðugleika.

• Ísland er land tækifæranna þar sem græðgi og óhóf hafa vikið fyrir metnaði og fagmennsku.

Er eftir nokkru að bíða? 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.