Mótmælin á gamlársdag voru athyglisverð. Ef punkturinn var að trufla og á endanum stöðva útsendinguna þá voru þau vel heppnuð. Ef punkturinn var að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri þá voru mótmælin misheppnuð. Skilaboð mótmælendanna fóru a.m.k. fram hjá mér.
Að maður sé að blogga um þennan viðburð 2 dögum síðar er óneitanlega ákveðin “sökksess” hjá mótmælendunum. Engu að síður eru hér nokkrar vangaveltur:
- Ef mótmælendur hefðu getað brotið sér leið inní salinn þar sem foringjarnir sátu, hvað hefði gerst þar? Hefðu þeir bara stoppað, sest niður og sungið nallann aftur, eða hefðu þeir ráðist að valdstjórninni í adrenalínrússi?
- Hefðu þessir sömu mótmælendur brætt og brennt kappla RÚV hefðu þeir verið við þessa útsendingu? Var þetta meira ásættanlegt af því að hér var “baugsmiðill” á ferð? Var þetta kannski á einhvern hátt gott á Jón Ásgeir?
- Þarna þurfti tæknifólk við vinnu sína að slást við mótmælendur til að vernda vinnuna sína! Skaut það ekki skökku við? Ekki var Stöð 2 að reyna stöðva mótmælin – kryddsíldin stefndi í að verða markeruð af mótmælunum á mjög athyglisverðan hátt. En með því að skjóta sendiboðann – þ.e. að takast að stöðva útsendinguna – skutu mótmælendurnir sjálfa sig í lappirnar.
- Hver var í forsvari fyrir mótmælendahópinn? Var yfirhöfuð eitthvað hægt að tala við þennan hóp?
- Voru þetta bara skrílslæti dulin sem mótmæli? Hasar hasarsins vegna?
"Hver var í forsvari fyrir mótmælendahópinn? Var yfirhöfuð eitthvað hægt að tala við þennan hóp?"
SvaraEyðaSpurningin er kannski frekar: Var yfirhöfuð reynt að tala við þennan hóp?
Þetta eru góðar spurningar og væri gott að fá svar við þeim. Frá forsvarsmönnum mótmælaaðgerða - ef einhverjir gefa sig fram. En nú keppast mótmælendur við að lýsa því yfir að þeir séu aðeins að mótmæla í eigin nafni. Ég hélt að þeir væru að mótmæla ranglæti og ósannindum í nafni réttlætis og sannleika.
SvaraEyða"Ef mótmælendur hefðu getað brotið sér leið inní salinn þar sem foringjarnir sátu, hvað hefði gerst þar? Hefðu þeir bara stoppað, sest niður og sungið nallann aftur, eða hefðu þeir ráðist að valdstjórninni í adrenalínrússi?"
SvaraEyðaEf mótmælendur ætluðu sér að meiða ráðamenn, þá væru næg tækifæri til þess annars staðar.
"Hefðu þessir sömu mótmælendur brætt og brennt kappla RÚV hefðu þeir verið við þessa útsendingu? Var þetta meira ásættanlegt af því að hér var “baugsmiðill” á ferð? Var þetta kannski á einhvern hátt gott á Jón Ásgeir?"
Án þess að ég geti talað fyrir alla: Já, já, já. Tilgangur mótmælanna var að trufla/stöðva útsendingu. Það að bræða kaplanna þjónaði þeim tilgangi.
"Þarna þurfti tæknifólk við vinnu sína að slást við mótmælendur til að vernda vinnuna sína! Skaut það ekki skökku við? Ekki var Stöð 2 að reyna stöðva mótmælin – kryddsíldin stefndi í að verða markeruð af mótmælunum á mjög athyglisverðan hátt."
Fyrir það fyrsta er þetta rangfærsla, ekki var reynt að ráðast á tækin. En þar fyrir utan: Fólk á ekki að vernda vinnutæki sín, það er í verkahring lögreglunnar. Fólk er ekki vinnan sín. Tækin þeirra eru ekki börnin þeirra. Fólk í vinnu ætti einfaldlega að halda sig til hlés, það fær samt borgað. Mér þykir leitt að þessi tæknimaður hafi verið kýldur, en eins og sést greiðlega á fréttamyndum Stöðvar 2, þrátt fyrir ógeðfelldan áróður Ara Edwalds útrásarvíkings og Loga Bergmanns þræls hans, þá voru mótmælendur eingöngu að reyna troða sér inn. Maður sér eingöngu ýtingar á þessum myndum. Kannski fékk Jóhann olnbogann í augað frá einhverjum vini sínum, því starfsfólk hótelsins og tæknimenn virtust ganga mun harðar fram en mótmælendur.
"En með því að skjóta sendiboðann – þ.e. að takast að stöðva útsendinguna – skutu mótmælendurnir sjálfa sig í lappirnar."
Ég er sammála þér þar. Þetta hefði verið betra án þess að stöðva útsendingu. Ef lögreglan hefði ekki gasað okkur í burtu hefðum við getað haldið því áfram. En fyrst þeir gerðu það, var jafngott að stöðva útsendinguna alveg.
"Hver var í forsvari fyrir mótmælendahópinn? Var yfirhöfuð eitthvað hægt að tala við þennan hóp?"
Enginn svo ég viti. Hvað meinarðu "tala við þennan hóp"? Þetta var sneiðmynd af þjóðinni, þarna var fólk á öllum aldri. Ég sat við hliðina á örugglega sextugri konu. Þarna var fjölskyldufólk sem skildi börnin eftir heima til að mótmæla ráðamönnum. Þarna var fjölskyldufólk með börnin með sér að styðja aðgerðirnar úr fjarlægð. Það hafa verið næg tækifæri til að tala við þennan hóp en það eina sem við höfum fengið er hroki, skítkast og þagnarveggur.
"Voru þetta bara skrílslæti dulin sem mótmæli? Hasar hasarsins vegna?"
Nei. Þetta var pólítísk aðgerð. Athugum hverjir voru þarna.
Valgerður Sverridóttir, sem gaf vinum sínum banka.
Ingibjörg Sólrún, sem býr til 1.5 milljarðs kostnaðarlið, "varnarmál", sker hann niður um þriðjung og kallar milljarðinn sem stendur eftir góðan niðurskurð. Klykkir svo út með að ráða vinkonu sína sendiherra.
Geir. Nema hvað hann komst ekki inn, því honum seinkaði við að segja okkur í áramótaávarpi sínu að það hafi verið mikil veðursæld síðastliðið sumar.
Guðjón og Steingrímur. Lyddur sem vilja taka þátt í "lýðræðislegum umræðum", innilokaðir í herbergi, drekkandi bjór í boði Rio Tinto Alcan. Rio Tinto Alcan ku vera spilltasta fyrirtæki í heimi, og er ábyrgt fyrir Kárahnjúkum sem var að mati erlendra sérfræðinga það sem hleypti bólunni af stað.
Þetta fólk á að skammast sín, það á allt að segja af sér, það á ekki að voga sér að berast á í einhverjum montþætti sem eiga að heita "lýðræðislegar umræður". Þetta er ekki lýðræði, þetta er skrum.
Ég er sammála því að það þessi kryddsíld er skrum og á lítið skylt við lýðræði.
SvaraEyðaHér er ágæt uppskrift að friðsömum mótmælum:
http://lydveldi.blog.is/blog/lydveldi/entry/759860/