laugardagur, 17. janúar 2009

XB í ESB

Það var stór dagur í gær fyrir okkur sem barist hafa fyrir því árum og áratugum saman að Framsóknarflokkurinn opnaði á aðild að ESB.

Fyrsta skrefið í því er að sjálfsögðu að fallast á aðildarviðræður.

Ályktun flokksþings sem samþykkt var í gær fékk afgerandi stuðning yfir 80% greiddra atkvæða.

Ályktunin er auk þess skýrt og afdráttarlaust veganesti fyrir þingmenn flokksins og væntanlega fulltrúa hans í komandi aðildarviðræðum.

Skilyrði þau sem sett eru fram í ályktuninni endurspegla að sjálfsögðu ítrustu kröfur og munu þjóna sem mælistika á aðildarsamning þegar, og ef, hann mun liggja fyrir.

Það hefði verið kjánalegt ef flokkurinn hefði sest niður og samið við sjálfan sig um það hvaða kröfur og skilyrði ESB væri tilbúið til að fallast á og hverjar ekki.

Yfir til ykkar, sjálfstæðismenn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.