föstudagur, 30. janúar 2009

Sómakennd


Þrír menn sitja saman í stjórn opinberrar stofnunnar. Í dag er þessi stofnun rúin trausti og sannarlega hefur stjórnun og stefna stofnunnarinnar síðastliðinn átta ár leikið stórt hlutverk í því efnahagshruni sem hér hefur orðið.

Meðal þjóðarinnar, á Alþingi og innan fræðasamfélagsins sem mest lætur sig varða þau mál sem stofnunin fjallar um virðist svo til algert sammæli um að stjórn þessi verði að víkja.

Það er yfirlýst markmið nýrrar ríkisstjórnar að skipta þessari stjórn út.

Á alþjóðavettvangi er kallað eftir því að þessari stjórn verði vikið frá.

En hún situr sem fastast.

Að eigin viti gerðu þeir ekkert rangt. Þeir vita betur. Allir aðrir hafa rangt fyrir sér.

Hafa þeir enga sómakennd?

----------------------------------

(Mynd fengin af Wikipedia)

2 ummæli:

  1. Það er að minsta kosti ljóst að ef þú mælir hana út frá framboði og eftirspurn þá hallar verulega á framboðið og ég efast um að meiri skortur á sómakendd sé til í landinu.

    SvaraEyða
  2. Ertu til í að útskýra fyrir mér hvað er að gerast með stuðning Framsóknarfloksins við minnihlutastjórn og þau skilyrði, sem virðast halda áfram að hrannast upp og verða viðameiri, fyrir þeim stuðningi.

    Síðustu fréttir af málinu má skilja framsóknarmenn þannig að þeir líti á sig sem ->virka<- þátttakendur í þessari stjórnarmyndun og að þeir ætli að halda áfram að kynna ný skilyrði og kröfur um útfærslur fram yfir helgi... er sómatilfynning tengd því?

    SvaraEyða

Ath: Aðeins meðlimir bloggsins geta birt ummæli.